Lífið

Með sópran í eftirdragi

tónlist Hinn ástsæli söngvari, Óskar Pétursson, debúterar í Íslensku óperunni á tónleikum síðar í mánuðinum.
tónlist Hinn ástsæli söngvari, Óskar Pétursson, debúterar í Íslensku óperunni á tónleikum síðar í mánuðinum.

Söngskemmtun var það kallað á síðustu öld þegar söngvarar buðu upp á dagskrá blandaða gömlu og nýju, dramatískum lögum og skoplegum.

Sunnudagskvöldið 20. september bjóða Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson til söngskemmtunar í Íslensku óperunni undir yfirskriftinni „Frá suðri til norðurs með sópran í eftirdragi!“

Undirleikari á söngskemmtuninni er píanóleikarinn Jónas Þórir.

Efnisskráin verður í léttari kantinum og glens og gaman haft í hávegum, þótt dramatíkin muni að sjálfsögðu fylgja með eins og ten­óra er von og vísa þegar aðeins er um einn sópran er að ræða! Á meðal söngatriða á efniskránni eru bæði íslensk og erlend lög og aríur.

Diddú og Jóhann Friðgeir hafa margsinnis sungið í Íslensku óperunni en þetta verður í fyrsta skipti sem Óskar Pétursson syngur þar. Miðasala er þegar hafin og ættu áhugasamir að tryggja sér miða því flytjendur lofa öllu fögru og ætla að hafa gaman af flutningnum og þá vill pöpullinn enda skemmta sér vel líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.