Erlent

Fundu brunn og beinagrind

Fornleifafræðingar hafa fundið vatnsbrunn á Kýpur sem þeir telja að sé á bilinu níu þúsund til tíu þúsund ára gamall. Við botn brunnsins var beinagrind af ungri konu, sem talið er að sé frá svipuðum tíma.

Ekki er vitað hvernig konan dó eða hvenær og hvers vegna beinagrind hennar er á botni brunnsins. Brunnurinn er því frá þeim tíma sem byggð hófst á Kýpur. Hann er einn sá elsti sem fundist hefur í heiminum og þykir merki um þróaðra samfélag á eyjunni á þessum tíma en áður var talið. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×