Erlent

CIA í lykilhlutverki við að vernda Bandaríkin

Barack Obama.
Barack Obama.

Barack Obama Bandaríkjaforseti ítrekaði við starfsmenn leyniþjónustunnar CIA að stofnunin væri í lykilhlutverki við að vernda landið þegar hann heimsótti höfuðstöðvar CIA í gær. Heimsóknin var hugsuð til þess að efla andann á meðal starfsmanna en Obama hefur verið harðlega gagnrýndur, meðal annars af fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, fyrir að gera opinber minnisblöð sem greina frá yfirheyrsluaðferðum sem notaðar hafa verið undanfarin ár. Obama hefur þegar gefið það út að starfsmenn CIA verði ekki ákærðir fyrir að nota aðferðirnar sem gagnrýnendur segja að séu ekkert annað en pyntingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×