Lífið

Bræðingur úr öllum áttum

Nýjasta plata Tonik nefnist Form Follows og þar er raftónlist í fyrirrúmi.
fréttablaðið/vilhelm
Nýjasta plata Tonik nefnist Form Follows og þar er raftónlist í fyrirrúmi. fréttablaðið/vilhelm

Platan Form Follows með Tonik kom út nýverið og er hún fáanleg á öllum helstu tónlistarveitum netsins, þar á meðal iTunes, Bandcamp og Gogoyoko.

Tonik er hugarfóstur raftónlistarmannsins Antons Kaldals Ágústssonar og við gerð plötunnar fékk hann til liðs við sig þá Friðrik Sigurbjörn Friðriksson og Steingrím Þórarinsson á bassa og Þórð Hermannsson á selló. Anton segir að gaman hafi verið að vinna með þeim félögum. „Ég er alls ekki að segja að það sé nauðsynlegt að það sé lifandi hljóðfæri í lögunum en á móti kemur að það kemur oft mjög skemmtilegur kontrast í lagið,“ segir hann.

Form Follows er fyrsta plata Tonik í fjögur ár, eða síðan And the Beat Goes On kom út. Henni hefur verið lýst sem bræðingi síðustu þriggja áratuga í tölvutónlist og er Anton sáttur við þá lýsingu. „Maður hefur verið að hlusta á þetta „seventís“ syntha-popp og „eitís“ músík. Síðan ólst maður upp við „næntís“ tölvumúsíkina, þannig að þetta er svolítið úr öllum áttum.“ Tonik hefur einnig endurhljóðblandað lögin Just Getting Started eftir Diktu og Can"t Walk Way eftir Herbert Guðmundsson á vegum Party Zone. Einnig átti hann lag á safndisknum Weirdcore sem kom út á síðasta ári, auk þess sem lag hans A Random Mouse Book var spilað í þættinum 120 Minutes á MTV2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.