Lífið

Börnin og dauðinn mætast

leiklist Börn á námskeiði um dauðann
Fréttablaðið/Anton brink
leiklist Börn á námskeiði um dauðann Fréttablaðið/Anton brink

Myndir af látnum börnum eru daglegur viðburður í vestrænum fjölmiðlum. Hungur, stríð, og slys tortíma þeim langt fyrir aldur fram. Nú stendur yfir í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við ASSITEJ, samtök barnaleikhúsa, námskeið þar sem tekist er á við hvernig leikhúsið megni að ræða dauðann við börnin okkar.

Verkefni leikhúslistafólksins verður að kanna hvernig leikhúsið getur á áhrifaríkan og „lifandi“ hátt tekist á við þetta erfiða viðfangsefni. Leikstjórar, leikarar og leikskáld frá Finnlandi, Spáni, Svíþjóð og Íslandi sem eiga það sameiginlegt að trúa á uppeldislegan og listrænan mátt leikhússins til að takast á við jafnvel allra erfiðustu viðfangsefni.

Allt þekkt fólk í sínu landi af störfum sínum í barnaleikhúsi. Alþjóðleg vinnusmiðju á vegum ASSITEJ í Venesúela í fyrra um tabú í leikhúsi var hvatinn að vinnusmiðjunni í Þjóðleikhúsinu nú. Íslensku þátttakendurnir eru reynsluboltar úr íslensku barna- og unglingaleikhúsi. Fimm og tíu ára börn frá Grunnskóla Hjallastefnunnar og Vesturbæjarskóla verða þátttakendur í verkefninu og gegna hlutverki rýnihópa og álitsgjafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.