Innlent

Stöðugleikasáttmáli í augsýn

Höskuldur Kári Schram skrifar
Fulltrúar launþega og atvinnurekenda funduðu með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi.
Fulltrúar launþega og atvinnurekenda funduðu með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Mynd/Arnþór Birkisson
Vonir standa til þess að hægt verði ljúka gerð stöðugleiksáttmálans í dag en fundað var í allan gærdag og fram á nótt. Launahækkunum verður væntanlega slegið á frest og þá leggja aðilar vinnumarkaðarins mikla áherslu á að ríkið ljúki sem fyrst við endurreisn bankakerfisins.

Fulltrúar launþega og atvinnurekenda funduðu með forsætisráðherra í gærkvöldi en nú þegar liggur fyrir grunnur að samkomulagi milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins.

Formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins hafa verið boðaðir til fundar á Grand Hóteli í dag til að fara yfir stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld.

En á eftir að ganga frá samkomulags atriðum við stjórnvöld en aðilar vinnumarkaðarins leggja mikla áherslu á að ríkið ljúki sem fyrst við endurreisn bankakerfisins og leggi fram áætlum um ríkisfjármál til næstu ára. Þetta sé grunnforsenda þess að hægt verði að lækka stýrivexti verulega á næstu mánuðum.

Launhækkunum sem áttu að taka gildi um næstu mánaðamót verður væntanlega slegið á frest en enn á eftir semja um einstök atriði sáttmálans.

Aðilar vinnumarkaðarins stefna að því að funda aftur með forsætisráðherra í dag og ríkir nokkur bjartsýni að hægt verði að ganga frá stöðugleikasáttmálanum nú síðdegis. En getur þó brugðið til beggja vona og vildi Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, litlu lofa þegar fréttastofa hafði samband við hann í morgun.

Málin munu því væntanlega skýrast seinna í dag.




Tengdar fréttir

Vilhjálmur óviss hvort lending náist í dag

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu um stöðuleikasáttmálann svokalla fram yfir miðnætti í gær. Þeir halda áfram viðræðum í dag og segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að unnið sé í ýmsum hornum að samkomulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×