Innlent

Vegagerðin varar við hálku

Vegagerðin varar við flughálku víða á Vestfjörðum, í Svínadal á Vesturlandi og á Norðaustur- og Austurlandi. Ófært er á Fjarðarheiði og á Vatnskarði eystra vegna óveðurs.

Hálkublettir er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslunum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku.

Þæfingsfærð er á Hálfdán og ófært er um Klettsháls en unnið er að mokstri á Vestfjörðum. Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði.

Snjóþekja er á Öxnadalsheiði en verið er að vinna að mokstri. Flughált er á Siglufjarðarvegi.

Á Norðausturhorninu er víða flughálka. Snjóþekja og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði annars er er hálka á flestum leiðum og sumstaðar skafrenningur.

Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og krapasnjór er á Fagradal og á Oddskarði þar sem einnig er skafrenningur. Ófært er um Vatnskarð eystra og Fjarðarheiði. Þungfært er á Breiðdalsheiði

Á Suðausturlandi er víða orðið greiðfært.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×