Lífið

Anna Sigga með fyrstu íslensku hárlínuna

Hárlína Anna Sigríður hefur sent frá sér sína fyrstu hárlínu sem ber heitið Psychobilly. Fréttablaðið/Anton
Hárlína Anna Sigríður hefur sent frá sér sína fyrstu hárlínu sem ber heitið Psychobilly. Fréttablaðið/Anton

„Stóru hárgreiðslufyrirtækin senda reglulega frá sér hárlínur, alveg eins og fatahönnuðir gera. Mér datt í hug að það gæti verið gaman að gera mína eigin línu og ákvað að láta verða af því þar sem þetta er eitthvað sem mér þykir gaman að gera og það hefði verið leiðinlegt ef hugmyndin hefði bara grotnað í hausnum á mér,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir hárstílisti, sem sendi frá sér sína fyrstu hárlínu, Psychobilly, fyrir stuttu.

Anna sótti innblástur til dagatalsstúlkna sjötta áratugarins og til listamannsins Gil Elvgren auk þess að vera undir áhrifum frá „quiff“-hártískunni sem var vinsæl á sjötta áratugnum.

„Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert hér á landi áður þannig að það gæti verið að ég sé sú fyrsta sem prófa mig áfram í þessu hér heima. Vanalega eiga línur sem þessar að veita hárgreiðslufólki innblástur en ég ákvað að gerast svo djörf að dreifa þessu bara til almennings og ekki á stofur,“ segir Anna sem hyggst halda áfram og ætlar að senda frá sér vor- og sumarlínu í byrjun næsta árs.

Hárgreiðslustofan Gel hætti fyrir ári og í hennar stað opnaði Barber Theater þar sem Anna Sigga tekur á móti fólki í hársnyrtingu auk þess að hýsa ýmsar uppákomur. „Rýmið er í boði fyrir hvern þann sem vill nota það. Þar að auki ætla ég að halda bíókvöld mánaðarlega í vetur og sýna myndir sem eru teknar á 8mm filmu. Þett verður allt auglýst betur þegar nær dregur.“

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.