Lífið

Íslenskt forrit á heimsmarkað

Jón Eðvald kynnir Clöru, nýjan og brautryðjandi hugbúnað.
Fréttablaðið/Arnþór
Jón Eðvald kynnir Clöru, nýjan og brautryðjandi hugbúnað. Fréttablaðið/Arnþór

Jón Eðvald Vignisson stofnaði, ásamt nokkrum félögum sínum, lítið hugbúnaðarfyrirtæki, fyrir einu og hálfu ári. Í dag vinna tólf manns hjá fyrirtækinu og stefnt er með afraksturinn, Clöru, á erlendan markað næsta haust.

Clara er tölvukerfi sem safnar saman umfjöllun af netinu og greinir hvað fólk er að tala um á hverjum tíma og hvað því finnst. „Við leggjum áherslu á það að okkar kúnnar geti séð með fljótlegum hætti hvað fólk er að segja um þeirra vörumerki og jafnvel samkeppnisaðila, í raun hvað sem er sem þeim dettur í hug að leita að. Til þess notum við textagreiningarkerfi sem hefur verið þróað af okkur og öðrum. Þessu er svo safnað í gríðarlega stóran gagnagrunn,“ segir Jón Eðvald.

Hingað til hafa íslensk fyrirtæki í fjármálageiranum helst nýtt sér þjónustuna, en fljótlega verður sett á markað minni útgáfa, ætluð smærri aðilum. „Þá getur í raun hver sem hefur einhverra hagsmuna að gæta fylgst með hvað er í gangi.“

Fyrirtækið samanstendur af fólki úr bankageiranum, atvinnulífinu og háskólunum. Eru þau að mala gull? „Það tekur smá tíma, því fyrstu skrefin snúast um að þróa vöruna, en við erum byrjuð að selja og þetta stefnir allt í rétta átt. Möguleikarnir á markaðnum eru gríðarlegir. Þannig að við erum ekki byrjuð að mala gull, en við sjáum glitta í það aðeins fram í tímann.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.