Erlent

Öflugur eftirskjálfti á Ítalíu

Talið er að um 180 manns hafi látist í skjálftanum.
Talið er að um 180 manns hafi látist í skjálftanum.

Öflugur eftirskjálfti reið yfir fyrir stundu á ítalíu á sama svæði og varð illa úti í öflugum jarðskjálfta í fyrrinótt þar sem 180 manns létust. Eftirskjálftans varð vart í höfuðborginni Róm sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans.

Ekki er ljóst hvort tjón hafi hlotist í eftirskjálftanum sem er þó sá öflugasti sem komið hefur hingað til af mörgum eftirskjálftum síðan í gær.


Tengdar fréttir

Tala látinna komin í 207

Enn eru að finnast lík í húsarústum á Ítalíu og eru þau nú orðin yfir 200 talsins. Það er einnig búið að bjarga tugum manna og leit heldur áfram. Snarpur eftirskjálfti reið yfir í dag.

Fórnarlömb skjálftans á Ítalíu tæplega 180

Nú er ljóst að um 180 manns hafa týnt lífi í jarðskjálftanum á Ítalíu í fyrrinótt. Björgunarmenn halda áfram leit í rústum og eru þúsundir þeirra við störf á hamfarasvæðinu þar sem rigning og kuldi hamla aðgerðum þó að einhverju leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×