Erlent

Meint vopnaflutningaskip væntanlegt til N-Kóreu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur allt á hornum sér þessa dagana.
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur allt á hornum sér þessa dagana.

Norðurkóreska flutningaskipið Kang Nam er væntanlegt til hafnar í Nampo í Norður-Kóreu í dag en Bandaríkjamenn hafa grun um að skipið flytji hluti til smíði langdrægra eldflauga. Kang Nam fór frá Norður-Kóreu um miðjan júní og sigldi meðal annars nálægt Búrma í ferð sinni. Bandaríkjamenn hafa nýlega uppgötvað bankareikninga í eigu Norður-Kóreumanna í bönkum í Malasíu og telja þá tengjast vopnakaupum. Norður-Kóreumenn eiga að minnsta kosti 600 Scud-flaugar og 300 flaugar af gerðinni Rodong en þær gætu auðveldlega hæft hvaða skotmark sem er í Suður-Kóreu og Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×