Hallarbylting hönnuða á Iceland Fashion Week 8. september 2009 06:00 Cator Sparks Hann kom til landsins á vegum Full Frontal Fashion og hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times. „Tískuvikan var hryllileg, algjör hörmung. Ég skil ekki hvernig þessi kona hefur getað unnið svona lengi við þetta," segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks. Cator skrifar fyrir vefmiðilinn Full Frontal Fashion og kom til landsins í síðustu viku í tengslum við Iceland Fashion Week. Allt fór í háaloft á laugardag þegar tískusýning átti að fara fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ og hönnuðir neituðu að senda fyrirsæturnar á sýningarpallinn. „Skíturinn skall á viftunni daginn sem tískusýningin var haldin í Keflavík," segir Cator. „Hún [Kolbrún Aðalsteinsdóttir] sagði að módelin myndu „ganga á vatni" og það hljómaði eins og ótrúlega fallegur sýningapallur - virkilega framandi. En pallurinn samanstóð af stöflum af íslenskum vatnsflöskum á vörubrettum og sýningin var haldin í miðri bæjarhátíð! Þetta var hræðilegt!" Cator segist hafa vorkennt hönnuðunum sem áttu að sýna. Vinnuaðstaða þeirra var í tjaldi sem lak í rigningunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyðilögðust nokkrar flíkur. Svo fór að flestir hönnuðirnir ásamt nánast öllu starfsfólki tískusýningarinnar fyrir utan Kolbrúnu færðu sýninguna á Nasa, þar sem hún fór fram eftir að hafa meðal annars verið auglýst á Facebook. Cator segir að Kolbrún hafi ekki tekið því vel. „Kolla kom inn í eitt tjaldanna og öskraði að þetta væri ólöglegt og að þau mættu þetta ekki," segir hann, „Hún sagði líka að þau sem færu myndu aldrei vinna fyrir hana aftur og bað alla um að koma með sér. Það litu allir á hana og sögðu: „Fyrirgefðu, en við ætlum með hönnuðunum". Hún fór þá, tók rútuna sem átti að ferja okkur og skildi okkur eftir í rigningunni á bæjarhátíð í Keflavík. Það tók klukkutíma að fá leigubíl. Hún bar enga virðingu fyrir okkur og ég velti fyrir mér hvort hún geri sér grein fyrir hverja hún skildi eftir; New York Times, New York Magazine, risastórar alþjóðlegar útgáfur og henni var alveg sama." Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipuleggjandi Iceland Fashion Week, segir að hæst bylji í tómri tunni og vill að öðru leyti ekki tjá sig um óánægju hönnuða og blaðamanna. „Verkefnið mitt skilaði svakalega skemmtilegri vinnu sem alheimspressan veit um og er alveg hrikalega flott," segir hún. Kolbrún hyggst halda Iceland Fashion Week á ný á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
„Tískuvikan var hryllileg, algjör hörmung. Ég skil ekki hvernig þessi kona hefur getað unnið svona lengi við þetta," segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks. Cator skrifar fyrir vefmiðilinn Full Frontal Fashion og kom til landsins í síðustu viku í tengslum við Iceland Fashion Week. Allt fór í háaloft á laugardag þegar tískusýning átti að fara fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ og hönnuðir neituðu að senda fyrirsæturnar á sýningarpallinn. „Skíturinn skall á viftunni daginn sem tískusýningin var haldin í Keflavík," segir Cator. „Hún [Kolbrún Aðalsteinsdóttir] sagði að módelin myndu „ganga á vatni" og það hljómaði eins og ótrúlega fallegur sýningapallur - virkilega framandi. En pallurinn samanstóð af stöflum af íslenskum vatnsflöskum á vörubrettum og sýningin var haldin í miðri bæjarhátíð! Þetta var hræðilegt!" Cator segist hafa vorkennt hönnuðunum sem áttu að sýna. Vinnuaðstaða þeirra var í tjaldi sem lak í rigningunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyðilögðust nokkrar flíkur. Svo fór að flestir hönnuðirnir ásamt nánast öllu starfsfólki tískusýningarinnar fyrir utan Kolbrúnu færðu sýninguna á Nasa, þar sem hún fór fram eftir að hafa meðal annars verið auglýst á Facebook. Cator segir að Kolbrún hafi ekki tekið því vel. „Kolla kom inn í eitt tjaldanna og öskraði að þetta væri ólöglegt og að þau mættu þetta ekki," segir hann, „Hún sagði líka að þau sem færu myndu aldrei vinna fyrir hana aftur og bað alla um að koma með sér. Það litu allir á hana og sögðu: „Fyrirgefðu, en við ætlum með hönnuðunum". Hún fór þá, tók rútuna sem átti að ferja okkur og skildi okkur eftir í rigningunni á bæjarhátíð í Keflavík. Það tók klukkutíma að fá leigubíl. Hún bar enga virðingu fyrir okkur og ég velti fyrir mér hvort hún geri sér grein fyrir hverja hún skildi eftir; New York Times, New York Magazine, risastórar alþjóðlegar útgáfur og henni var alveg sama." Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipuleggjandi Iceland Fashion Week, segir að hæst bylji í tómri tunni og vill að öðru leyti ekki tjá sig um óánægju hönnuða og blaðamanna. „Verkefnið mitt skilaði svakalega skemmtilegri vinnu sem alheimspressan veit um og er alveg hrikalega flott," segir hún. Kolbrún hyggst halda Iceland Fashion Week á ný á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira