Innlent

Norrænn loftslagsdagur í dag

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Í dag er haldinn hátíðlegur norrænn loftslagsdagur, en hann er hluti af undirbúningi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember.

Af því tilefni mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra halda erindi í Langholtsskóla og kynna verkefni sem börn á leikskólanum Bakka í Grafarvogi hafa unnið tengt málefninu. Þá verður verkefni sem krakkar í 9. bekk Langholtsskóla hafa unnið kynnt. Klukkan 12.40 opnar ráðherra ljósmyndasýningu í Flensborgarskóla í Hafnarfirði.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×