Innlent

Björgólfur Thor á húsin í Gjábakka

Á mánudag var sagt frá því í Fréttablaðinu að Þingvallanefnd teldi óheimilt að hefta för almennings um leigulóðir undir sumarhús í friðlandinu í Gjábakka.
Á mánudag var sagt frá því í Fréttablaðinu að Þingvallanefnd teldi óheimilt að hefta för almennings um leigulóðir undir sumarhús í friðlandinu í Gjábakka.
Björgólfur Thor Björg­ólfsson og Kristín Ólafsdóttir, kona hans, eiga sumarbústaðina þrjá í Gjábakka í Þingvallaþjóðgarðinum sem sagt var frá í Fréttablaðinu á mánudag. Upplýsingar úr þjóðskrá að Ólafur H. Jónsson, faðir Kristínar, væri eigandi tveggja einkahlutafélaga sem eiga sumarhúsin reyndust ekki vera réttar.

Fram hefur komið að Þingvallanefnd ætlar að óska eftir skýringum á því að vegi í grennd við sumarhúsin, sem standa á leigulóðum í eigu ríkisins, hefur verið lokað með keðju og almenningi bægt frá með skilti um að um einkaveg sé að ræða. Ólafur H. Jónsson, eini stjórnarmaður félagsins Gjábakka sem á tvö húsanna og félagið Vatnsvík sem á þriðja húsið, sagði ekkert um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans.

Félagið Gjábakki ehf. var stofnað árið 2003 og keypti sumarhús SÍBS í Gjábakkalandi 3 á árinu 2004. Í desember 2006 keypti félagið síðan sumarbústaðinn í Gjábakkalandi 5. Einnig á félagið Vatnsvík ehf. sem eignaðist sumarbústaðinn á Gjábakkalandi 1 á árinu 2004. Björgólfur Thor og Kristín voru búin að kaupa Gjábakkaland ehf. – og þar með húsin þrjú – á árinu 2007. Fyrri eigandi Gjábakkalands ehf. var Þorsteinn Steingrímsson. Um síðustu áramót skuldaði félagið níutíu milljónir króna af fasteignaláni. Húseignir félagsins standa þar á móti.- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×