Milljarðar tapast og hundrað störf glatast 8. október 2009 03:00 Hrun Kvikmyndir á borð við Algjöran Sveppa, Guð Blessi Ísland, The Good Heart og Brúðgumann hafa allar notið góðs af kvikmyndasjóðnum. Ef boðaður niðurskurður verður að veruleika mun íslensk kvikmyndagerð dragast verulega saman, um hundrað störf glatast og milljarðar tapast. Íslensk kvikmyndagerð er í mikilli hættu að mati forsvarsmanna atvinnugreinarinnar ef boðaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika. Hátt í hundrað störf munu glatast og veltan getur dregist saman um rúma tvo milljarða. Ari Kristinsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðanda, og Baltasar Kormákur gengu á fund menntamálaráðherrans Katrínar Jakobsdóttur á þriðjudagsmorgun og kynntu henni tölur úr kvikmyndaiðnaðinum. Ari viðurkennir að þeir hefðu auðvitað átt fyrir löngu að vera búnir að safna saman þessum upplýsingum; þær hafi ekki legið fyrir áður og því hafi ekki verið hægt að kynna sér þær. Hann hefur fulla trú á því að þegar menn sjái þetta svona svart á hvítu snúist þeim hugur. „Við höfum alltaf talið okkur hafa svo góðan málstað að verja og héldum að allir töluðu okkar máli þannig að það þyrfti ekkert að fara út í svona reikninga.“ Tölurnar sem Ari vísar til eru nokkuð forvitnilegar. Síðustu tvö ár hefur ársvelta sjónvarps- og kvikmyndaiðnarins numið rúmum þrettán milljörðum íslenskra króna og hann hefur skapað vel yfir sex hundruð störf. Árið 2008 velti íslenski kvikmyndaiðnaðurinn 6,6 milljörðum samkvæmt bráðabirgðatölum og skapaði þrjú hundruð störf. Í ár er gert ráð fyrir að veltan í íslenskri sjónvarps- og kvikmyndagerð verði 6,8 milljarðar og þegar árið er á enda muni 320 manns hafa haft atvinnu af því að starfa við sjónvarps-og kvikmyndaframleiðslu. Ari segir að veltan í kvikmyndabransanum muni dragast saman um 2,3 milljarða og að hátt í hundrað störf muni glatast ef niðurskurðurinn verður að veruleika. Ef allt það fólk sem muni missa vinnuna fari síðan á atvinnuleysisbætur muni ríkið hvort eð er greiða þeim jafnháa upphæð og skorin verður niður. „Í menningarmálum er skorið niður um rúmlega þrjú hundruð milljónir samkvæmt þessu fjárlagafrumvarpi og þeir hafa farið þá leið að skera niður sjóði í stað stofnana. Mér þykir það gott og gilt að ekki sé skorið verulega niður í menningarmálum en mér finnst frumvarpið sýna atvinnugreininni óvirðingu,“ segir Ari. Hann tekur fram að niðurskurðurinn sé enn ekki orðinn að veruleika og hann reiknar fastlega með að einhverjar breytingar verði gerðar. Hann segir að óvænt samstaða hafi skapast innan atvinnugreinarinnar, aðilar innan bransans sem hafi kannski ekki ræðst við í áratugi tali nú saman og mikill hugur sé í mönnum. „Við höfum þjappað okkur saman og ætlum að kynna okkar málstað,“ segir Ari. Hann segir að með þátttöku erlendra sjóða geti fjórar til fimm íslenskar kvikmyndir í fullri lengd orðið að veruleika á ári og fjórar leiknar sjónvarpsþáttaraðir. Ef framlag Kvikmyndasjóðsins minnki hafi það veruleg áhrif á möguleika íslenskra leikstjóra á að ná í styrki erlendis. Framlag íslenska ríkisins sé kannski ekki mikið en ákaflega mikilvægt og raunar frumforsendan fyrir því að verkið fari af stað. „Og það sem meira er, ef þetta verður raunin er nánast ómögulegt fyrir unga leikstjóra að koma verkum sínum á framfæri,“ útskýrir Ari og tekur fram að íslenska ríkið tapi ekkert á því að styrkja íslenska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn. „Nei, ríkið fær engan bakreikning ef verkið gengur illa heldur lendir það allt á framleiðandanum. Við teljum okkur því vera hagstæða stærð og viljum að það sé komið fram við okkur eins og hina.“ freyrgigja@frettabladid.is Algjör Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Íslensk kvikmyndagerð er í mikilli hættu að mati forsvarsmanna atvinnugreinarinnar ef boðaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika. Hátt í hundrað störf munu glatast og veltan getur dregist saman um rúma tvo milljarða. Ari Kristinsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðanda, og Baltasar Kormákur gengu á fund menntamálaráðherrans Katrínar Jakobsdóttur á þriðjudagsmorgun og kynntu henni tölur úr kvikmyndaiðnaðinum. Ari viðurkennir að þeir hefðu auðvitað átt fyrir löngu að vera búnir að safna saman þessum upplýsingum; þær hafi ekki legið fyrir áður og því hafi ekki verið hægt að kynna sér þær. Hann hefur fulla trú á því að þegar menn sjái þetta svona svart á hvítu snúist þeim hugur. „Við höfum alltaf talið okkur hafa svo góðan málstað að verja og héldum að allir töluðu okkar máli þannig að það þyrfti ekkert að fara út í svona reikninga.“ Tölurnar sem Ari vísar til eru nokkuð forvitnilegar. Síðustu tvö ár hefur ársvelta sjónvarps- og kvikmyndaiðnarins numið rúmum þrettán milljörðum íslenskra króna og hann hefur skapað vel yfir sex hundruð störf. Árið 2008 velti íslenski kvikmyndaiðnaðurinn 6,6 milljörðum samkvæmt bráðabirgðatölum og skapaði þrjú hundruð störf. Í ár er gert ráð fyrir að veltan í íslenskri sjónvarps- og kvikmyndagerð verði 6,8 milljarðar og þegar árið er á enda muni 320 manns hafa haft atvinnu af því að starfa við sjónvarps-og kvikmyndaframleiðslu. Ari segir að veltan í kvikmyndabransanum muni dragast saman um 2,3 milljarða og að hátt í hundrað störf muni glatast ef niðurskurðurinn verður að veruleika. Ef allt það fólk sem muni missa vinnuna fari síðan á atvinnuleysisbætur muni ríkið hvort eð er greiða þeim jafnháa upphæð og skorin verður niður. „Í menningarmálum er skorið niður um rúmlega þrjú hundruð milljónir samkvæmt þessu fjárlagafrumvarpi og þeir hafa farið þá leið að skera niður sjóði í stað stofnana. Mér þykir það gott og gilt að ekki sé skorið verulega niður í menningarmálum en mér finnst frumvarpið sýna atvinnugreininni óvirðingu,“ segir Ari. Hann tekur fram að niðurskurðurinn sé enn ekki orðinn að veruleika og hann reiknar fastlega með að einhverjar breytingar verði gerðar. Hann segir að óvænt samstaða hafi skapast innan atvinnugreinarinnar, aðilar innan bransans sem hafi kannski ekki ræðst við í áratugi tali nú saman og mikill hugur sé í mönnum. „Við höfum þjappað okkur saman og ætlum að kynna okkar málstað,“ segir Ari. Hann segir að með þátttöku erlendra sjóða geti fjórar til fimm íslenskar kvikmyndir í fullri lengd orðið að veruleika á ári og fjórar leiknar sjónvarpsþáttaraðir. Ef framlag Kvikmyndasjóðsins minnki hafi það veruleg áhrif á möguleika íslenskra leikstjóra á að ná í styrki erlendis. Framlag íslenska ríkisins sé kannski ekki mikið en ákaflega mikilvægt og raunar frumforsendan fyrir því að verkið fari af stað. „Og það sem meira er, ef þetta verður raunin er nánast ómögulegt fyrir unga leikstjóra að koma verkum sínum á framfæri,“ útskýrir Ari og tekur fram að íslenska ríkið tapi ekkert á því að styrkja íslenska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn. „Nei, ríkið fær engan bakreikning ef verkið gengur illa heldur lendir það allt á framleiðandanum. Við teljum okkur því vera hagstæða stærð og viljum að það sé komið fram við okkur eins og hina.“ freyrgigja@frettabladid.is Algjör Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira