Innlent

Greina áhrif aðildar

Bjarni Már Gylfason
Bjarni Már Gylfason

Samtök Iðnaðarins hafa hafið ítarlega greiningu á áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtaka Iðnaðarins, Íslenskur iðnaður.

Bjarni Már Gylfason hagfræðingur stýrir vinnu starfshóps samtakanna. Hann segir að vinna starfshópsins muni byggjast á því að bera saman mögulega þróun iðnaðar á Íslandi miðað við að standa utan eða innan Evrópusambandsins.

Jafnframt segir að greiningin verði ítarlegri en áður hefur verið lagst í. Samtök Iðnaðarins hafa ætíð stutt aðild að Evrópusambandinu. -bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×