Kalli Berndsen í útrás 18. ágúst 2009 07:00 Karl Berndsen leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem kemur út á Íslandi í lok október og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu um að koma því á markað þar.Fréttablaðið/Anton „Ég er með þrettán módel frá fimmtán ára upp í sjötugt," segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari og eigandi Beauty Barsins. Hann leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem Beauty Barinn gefur út í lok október á Íslandi og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu. „Þetta er mjög ítarlegt kennslumyndband. Ég farða hvert módel á tvo mismunandi vegu svo það er margs konar förðun tekin fyrir. Ég tek einnig fyrir einstök atriði eins og ælæner og sýni mismunandi gerðir og ásetningu, fer í muninn á milli púðurs og meiks og hvernig þú hugsar um sjálfa þig svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í raun bara eins og „professional" námskeið fyrir venjulegar konur," útskýrir Karl. „Myndbandið er einnig hugsað fyrir Evrópumarkað því það er ekkert svona til. Það eina sem hefur verið gert er framleitt og kostað af tilteknum snyrtivörumerkjum, en þetta myndband er alveg óviðkomandi einhverju ákveðnu merki." Karl mun ekki eiga í erfiðleikum með að talsetja myndbandið yfir á ensku þar sem hann bjó og starfaði um árabil í Bretlandi og vann með stórstjörnum á borð við ofurfyrirsætuna Naomi Campbell, tískuhönnuðinn Stellu McCartney og John Galliano og stúlknabandið Sugababes. Ekki skemmir fyrir að hafa góð sambönd þegar Karl herjar á Evrópumarkað. Í lok september mun Karl snúa aftur á skjáinn í þættinum Nýtt útlit þar sem hann veitir góð ráð varðandi klæðaburð, hár og förðun. Þættirnir, sem hófu göngu sína síðasta haust á Skjá einum, hafa notið gríðarlegra vinsælda og í kjölfarið buðust Karli tilboð frá fleiri sjónvarpsstöðvum. „Það er ekki hægt að neita því að Stöð 2 sýndi áhuga. Það er alltaf gaman þegar verið er að bjóða í mann, en ég vildi vera trúr stöðinni sem gaf mér tækifæri í upphafi og mun halda áfram þar," segir Karl. alma@frettabladid.is Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Ég er með þrettán módel frá fimmtán ára upp í sjötugt," segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari og eigandi Beauty Barsins. Hann leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem Beauty Barinn gefur út í lok október á Íslandi og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu. „Þetta er mjög ítarlegt kennslumyndband. Ég farða hvert módel á tvo mismunandi vegu svo það er margs konar förðun tekin fyrir. Ég tek einnig fyrir einstök atriði eins og ælæner og sýni mismunandi gerðir og ásetningu, fer í muninn á milli púðurs og meiks og hvernig þú hugsar um sjálfa þig svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í raun bara eins og „professional" námskeið fyrir venjulegar konur," útskýrir Karl. „Myndbandið er einnig hugsað fyrir Evrópumarkað því það er ekkert svona til. Það eina sem hefur verið gert er framleitt og kostað af tilteknum snyrtivörumerkjum, en þetta myndband er alveg óviðkomandi einhverju ákveðnu merki." Karl mun ekki eiga í erfiðleikum með að talsetja myndbandið yfir á ensku þar sem hann bjó og starfaði um árabil í Bretlandi og vann með stórstjörnum á borð við ofurfyrirsætuna Naomi Campbell, tískuhönnuðinn Stellu McCartney og John Galliano og stúlknabandið Sugababes. Ekki skemmir fyrir að hafa góð sambönd þegar Karl herjar á Evrópumarkað. Í lok september mun Karl snúa aftur á skjáinn í þættinum Nýtt útlit þar sem hann veitir góð ráð varðandi klæðaburð, hár og förðun. Þættirnir, sem hófu göngu sína síðasta haust á Skjá einum, hafa notið gríðarlegra vinsælda og í kjölfarið buðust Karli tilboð frá fleiri sjónvarpsstöðvum. „Það er ekki hægt að neita því að Stöð 2 sýndi áhuga. Það er alltaf gaman þegar verið er að bjóða í mann, en ég vildi vera trúr stöðinni sem gaf mér tækifæri í upphafi og mun halda áfram þar," segir Karl. alma@frettabladid.is
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira