Innlent

Þingmenn fá að sjá samkomulagið um Icesave í dag

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Icesave samningarnir verða kynntir fyrir alþingismönnum í dag og í kjölfarið verða þeir gerðir almenningi opinberir. Samningsaðilum hefur verið greint frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Samningar Tryggingasjóðs innistæðueiganda og íslenska ríkisins við Bretland annars vegar og Holland hins vegar voru undirritaðir 5. júní. Um er að ræða einkaréttarlega lánasamninga sem almennt eru ekki gerðir opinberir nema með samþykki allra aðila, að fram kemur í tilkynningu.

Þar segir íslenska ríkið hafi strax óskað eftir samþykki annarra samningsaðila við því að samningarnir yrðu gerðir opinberir. Veitti tryggingasjóðurinn strax leyfi fyrir birtingu. Aðrir samningsaðilar lögðust gegn almennri birtingu en féllust á fyrir sitt leyti að samningarnir yrðu gerðir aðgengilegir fyrir þingmenn í tengslum við meðferð Alþingis á frumvarpi til laga um ríkisábyrgð.






Tengdar fréttir

Segja þjóðréttarlega stöðu Íslands í hættu

InDefence hópurinn segja ekkert skjól vera í Icesave samningunum og að þjóðréttarleg staða Íslands sé í hættu vegna þeirra. Hópurinn hefur undir höndum samning hollenska ríkisins annars vegar og Tryggingasjóðs innistæðueigenda, fjárfesta og íslenska ríkisins hins vegar um lausn Icesave deilunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×