Innlent

Segja þjóðréttarlega stöðu Íslands í hættu

InDefence hópurinn segja ekkert skjól vera í Icesave samningunum og að þjóðréttarleg staða Íslands sé í hættu vegna þeirra. Hópurinn hefur undir höndum samning hollenska ríkisins annars vegar og Tryggingasjóðs innistæðueigenda, fjárfesta og íslenska ríkisins hins vegar um lausn Icesave deilunnar.

Fram kemur í tilkynningu að fulltrúar InDefence hópsins hafi kynnt sér efni samningsins og geti ekki látið hjá líða að eftirfarandi komi fram:

„1) Það er álit lögmanna InDefence hópsins að eignir íslenska ríkisins hvar sem er í heiminum geti verið til tryggingar skilvísri greiðslu lánasamningsins. Þetta þýðir með öðrum orðum að allar eignir íslenska ríkisins eru lagðar að veði. Samningurinn tryggir að Íslendingar geta ekki borið fyrir sig friðhelgi fullveldis kjósi Hollendingar að ganga að eignum ríkisins til fullnustu samningnum. Samningurinn kemur þannig í veg fyrir að íslenska ríkið geti varið eigur sínar í krafti fullveldis.

2) Indefence hefur alvarlegar áhyggjur af ýmsum öðrum ákvæðum samningsins, m.a. rúmum vanefndarúrræðum hollenska ríkisins. Þetta þýðir m.a. að hollenska ríkið getur gjaldfellt samninginn í heilu lagi, jafnvel á fyrstu sjö árum samningstímans. Takmarkað hald er því í hinu sjö ára skjóli.

3) Innihald samningsins felur í sér að þjóðréttarleg staða Íslands skerðist með mjög alvarlegum hætti. Í ljósi þessa hefur Indefence í hyggju að leita eftir áliti erlendra lögmanna.

4) Ljóst er að samningurinn brýtur í bága við þau viðmið sem samninganefndir landanna þriggja voru bundnar af og fram koma í viðauka við þingsályktun Alþingis frá 5. desember 2008.

5)

InDefence hvetur ríkisstjórn Íslands til að sinna skyldum sínum við borgara þessa lands og inn þingi og þjóð án tafar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×