Ríkur Ameríkani keypti lopapeysu á 120 þúsund 1. október 2009 04:00 Rebekka notar vefsíðu Flickr til að auglýsa peysur sem hún prjónar og sendir um allan heim. Mynd/Rebekka „Ég held að peysan slái einhvers konar met í að vera dýrasta lopapeysa sem hefur verið seld úr landi,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Ekki er langt síðan Rebekka byrjaði að selja sérhannaðar lopapeysur sem hún prjónar sjálf. Í dag er hún með biðlista af útlendingum sem vilja ólmir komast í snertingu við íslensku ullina, en æstasti kaupandinn var án efa ríkur Ameríkani sem greiddi 1.000 dollara fyrir peysu – um 120 þúsund íslenskar krónur. „Það er ekki gangverðið, þó að það væri næs. Hann vildi fá fínni lopa og smellur frekar en rennilás,“ segir hún og tekur fram að sá ríki hafi átt frumkvæðið að því að hækka verðið. Rebekka er þekktust fyrir að vera með eina vinsælustu síðuna á ljósmyndavefnum Flickr. Þar hefur hún vakið alþjóðlega athygli, sem hún trúir að hjálpi til við söluna á peysunum. „Ég held að kúnnarnir séu yfirleitt fólk sem hefur fylgst með mér, mínum myndum og því sem ég geri sem listamaður,“ segir Rebekka. Þegar hún klárar peysu tekur hún mynd af sér í peysunni, vandar eftirvinnsluna og birtir á Flickr. „Þá fæ ég tonn af fyrirspurnum og það hafa alltaf verið passlega margir sem eru til í að borga uppsett verð. Þannig hef ég myndað biðlista sem hefur staðið í stað – það bætist alltaf við endann á honum um leið og ég klára peysu.“ Rebekka hefur meðal annars selt peysur til Mexíkó, Rússlands, Ástralíu, Púertó Ríkó og Bandaríkjanna. Verðið á peysunum er í hærra lagi, sem heldur pöntunum í skefjum. „Ég anna því ekki að prjóna milljón peysur. Ég hef ekki áhuga á því að gera bissness í kringum þetta og ráða prjónakonur til að prjóna fyrir mig. Þetta verður að vera mitt handverk,“ segir Rebekka. Hún leggur mikið upp úr því að hver peysa sé einstök og notar munstur sem hún teiknar sjálf. „Það réttlætir það að hafa peysurnar aðeins dýrari. Það er ekki þverfótað fyrir lopapeysum á Íslandi, en þetta eru oftast munstur sem er búið að endurtaka milljón sinnum.“ Ekki hafa þó allir verið sáttir við verðið og Rebekka segir hlæjandi frá afar æstri bandarískri konu sem taldi að enginn væri til að greiða uppsett verð fyrir „f***ing“ peysu. Rebekka er þó hvergi hætt að taka ljósmyndir. Hún segist vilja spara orkuna sem færi í að starfa við ljósmyndun og nálgast ljósmyndamiðilinn sem myndlist. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
„Ég held að peysan slái einhvers konar met í að vera dýrasta lopapeysa sem hefur verið seld úr landi,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Ekki er langt síðan Rebekka byrjaði að selja sérhannaðar lopapeysur sem hún prjónar sjálf. Í dag er hún með biðlista af útlendingum sem vilja ólmir komast í snertingu við íslensku ullina, en æstasti kaupandinn var án efa ríkur Ameríkani sem greiddi 1.000 dollara fyrir peysu – um 120 þúsund íslenskar krónur. „Það er ekki gangverðið, þó að það væri næs. Hann vildi fá fínni lopa og smellur frekar en rennilás,“ segir hún og tekur fram að sá ríki hafi átt frumkvæðið að því að hækka verðið. Rebekka er þekktust fyrir að vera með eina vinsælustu síðuna á ljósmyndavefnum Flickr. Þar hefur hún vakið alþjóðlega athygli, sem hún trúir að hjálpi til við söluna á peysunum. „Ég held að kúnnarnir séu yfirleitt fólk sem hefur fylgst með mér, mínum myndum og því sem ég geri sem listamaður,“ segir Rebekka. Þegar hún klárar peysu tekur hún mynd af sér í peysunni, vandar eftirvinnsluna og birtir á Flickr. „Þá fæ ég tonn af fyrirspurnum og það hafa alltaf verið passlega margir sem eru til í að borga uppsett verð. Þannig hef ég myndað biðlista sem hefur staðið í stað – það bætist alltaf við endann á honum um leið og ég klára peysu.“ Rebekka hefur meðal annars selt peysur til Mexíkó, Rússlands, Ástralíu, Púertó Ríkó og Bandaríkjanna. Verðið á peysunum er í hærra lagi, sem heldur pöntunum í skefjum. „Ég anna því ekki að prjóna milljón peysur. Ég hef ekki áhuga á því að gera bissness í kringum þetta og ráða prjónakonur til að prjóna fyrir mig. Þetta verður að vera mitt handverk,“ segir Rebekka. Hún leggur mikið upp úr því að hver peysa sé einstök og notar munstur sem hún teiknar sjálf. „Það réttlætir það að hafa peysurnar aðeins dýrari. Það er ekki þverfótað fyrir lopapeysum á Íslandi, en þetta eru oftast munstur sem er búið að endurtaka milljón sinnum.“ Ekki hafa þó allir verið sáttir við verðið og Rebekka segir hlæjandi frá afar æstri bandarískri konu sem taldi að enginn væri til að greiða uppsett verð fyrir „f***ing“ peysu. Rebekka er þó hvergi hætt að taka ljósmyndir. Hún segist vilja spara orkuna sem færi í að starfa við ljósmyndun og nálgast ljósmyndamiðilinn sem myndlist. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira