Ríkur Ameríkani keypti lopapeysu á 120 þúsund 1. október 2009 04:00 Rebekka notar vefsíðu Flickr til að auglýsa peysur sem hún prjónar og sendir um allan heim. Mynd/Rebekka „Ég held að peysan slái einhvers konar met í að vera dýrasta lopapeysa sem hefur verið seld úr landi,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Ekki er langt síðan Rebekka byrjaði að selja sérhannaðar lopapeysur sem hún prjónar sjálf. Í dag er hún með biðlista af útlendingum sem vilja ólmir komast í snertingu við íslensku ullina, en æstasti kaupandinn var án efa ríkur Ameríkani sem greiddi 1.000 dollara fyrir peysu – um 120 þúsund íslenskar krónur. „Það er ekki gangverðið, þó að það væri næs. Hann vildi fá fínni lopa og smellur frekar en rennilás,“ segir hún og tekur fram að sá ríki hafi átt frumkvæðið að því að hækka verðið. Rebekka er þekktust fyrir að vera með eina vinsælustu síðuna á ljósmyndavefnum Flickr. Þar hefur hún vakið alþjóðlega athygli, sem hún trúir að hjálpi til við söluna á peysunum. „Ég held að kúnnarnir séu yfirleitt fólk sem hefur fylgst með mér, mínum myndum og því sem ég geri sem listamaður,“ segir Rebekka. Þegar hún klárar peysu tekur hún mynd af sér í peysunni, vandar eftirvinnsluna og birtir á Flickr. „Þá fæ ég tonn af fyrirspurnum og það hafa alltaf verið passlega margir sem eru til í að borga uppsett verð. Þannig hef ég myndað biðlista sem hefur staðið í stað – það bætist alltaf við endann á honum um leið og ég klára peysu.“ Rebekka hefur meðal annars selt peysur til Mexíkó, Rússlands, Ástralíu, Púertó Ríkó og Bandaríkjanna. Verðið á peysunum er í hærra lagi, sem heldur pöntunum í skefjum. „Ég anna því ekki að prjóna milljón peysur. Ég hef ekki áhuga á því að gera bissness í kringum þetta og ráða prjónakonur til að prjóna fyrir mig. Þetta verður að vera mitt handverk,“ segir Rebekka. Hún leggur mikið upp úr því að hver peysa sé einstök og notar munstur sem hún teiknar sjálf. „Það réttlætir það að hafa peysurnar aðeins dýrari. Það er ekki þverfótað fyrir lopapeysum á Íslandi, en þetta eru oftast munstur sem er búið að endurtaka milljón sinnum.“ Ekki hafa þó allir verið sáttir við verðið og Rebekka segir hlæjandi frá afar æstri bandarískri konu sem taldi að enginn væri til að greiða uppsett verð fyrir „f***ing“ peysu. Rebekka er þó hvergi hætt að taka ljósmyndir. Hún segist vilja spara orkuna sem færi í að starfa við ljósmyndun og nálgast ljósmyndamiðilinn sem myndlist. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
„Ég held að peysan slái einhvers konar met í að vera dýrasta lopapeysa sem hefur verið seld úr landi,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Ekki er langt síðan Rebekka byrjaði að selja sérhannaðar lopapeysur sem hún prjónar sjálf. Í dag er hún með biðlista af útlendingum sem vilja ólmir komast í snertingu við íslensku ullina, en æstasti kaupandinn var án efa ríkur Ameríkani sem greiddi 1.000 dollara fyrir peysu – um 120 þúsund íslenskar krónur. „Það er ekki gangverðið, þó að það væri næs. Hann vildi fá fínni lopa og smellur frekar en rennilás,“ segir hún og tekur fram að sá ríki hafi átt frumkvæðið að því að hækka verðið. Rebekka er þekktust fyrir að vera með eina vinsælustu síðuna á ljósmyndavefnum Flickr. Þar hefur hún vakið alþjóðlega athygli, sem hún trúir að hjálpi til við söluna á peysunum. „Ég held að kúnnarnir séu yfirleitt fólk sem hefur fylgst með mér, mínum myndum og því sem ég geri sem listamaður,“ segir Rebekka. Þegar hún klárar peysu tekur hún mynd af sér í peysunni, vandar eftirvinnsluna og birtir á Flickr. „Þá fæ ég tonn af fyrirspurnum og það hafa alltaf verið passlega margir sem eru til í að borga uppsett verð. Þannig hef ég myndað biðlista sem hefur staðið í stað – það bætist alltaf við endann á honum um leið og ég klára peysu.“ Rebekka hefur meðal annars selt peysur til Mexíkó, Rússlands, Ástralíu, Púertó Ríkó og Bandaríkjanna. Verðið á peysunum er í hærra lagi, sem heldur pöntunum í skefjum. „Ég anna því ekki að prjóna milljón peysur. Ég hef ekki áhuga á því að gera bissness í kringum þetta og ráða prjónakonur til að prjóna fyrir mig. Þetta verður að vera mitt handverk,“ segir Rebekka. Hún leggur mikið upp úr því að hver peysa sé einstök og notar munstur sem hún teiknar sjálf. „Það réttlætir það að hafa peysurnar aðeins dýrari. Það er ekki þverfótað fyrir lopapeysum á Íslandi, en þetta eru oftast munstur sem er búið að endurtaka milljón sinnum.“ Ekki hafa þó allir verið sáttir við verðið og Rebekka segir hlæjandi frá afar æstri bandarískri konu sem taldi að enginn væri til að greiða uppsett verð fyrir „f***ing“ peysu. Rebekka er þó hvergi hætt að taka ljósmyndir. Hún segist vilja spara orkuna sem færi í að starfa við ljósmyndun og nálgast ljósmyndamiðilinn sem myndlist. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira