Ríkur Ameríkani keypti lopapeysu á 120 þúsund 1. október 2009 04:00 Rebekka notar vefsíðu Flickr til að auglýsa peysur sem hún prjónar og sendir um allan heim. Mynd/Rebekka „Ég held að peysan slái einhvers konar met í að vera dýrasta lopapeysa sem hefur verið seld úr landi,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Ekki er langt síðan Rebekka byrjaði að selja sérhannaðar lopapeysur sem hún prjónar sjálf. Í dag er hún með biðlista af útlendingum sem vilja ólmir komast í snertingu við íslensku ullina, en æstasti kaupandinn var án efa ríkur Ameríkani sem greiddi 1.000 dollara fyrir peysu – um 120 þúsund íslenskar krónur. „Það er ekki gangverðið, þó að það væri næs. Hann vildi fá fínni lopa og smellur frekar en rennilás,“ segir hún og tekur fram að sá ríki hafi átt frumkvæðið að því að hækka verðið. Rebekka er þekktust fyrir að vera með eina vinsælustu síðuna á ljósmyndavefnum Flickr. Þar hefur hún vakið alþjóðlega athygli, sem hún trúir að hjálpi til við söluna á peysunum. „Ég held að kúnnarnir séu yfirleitt fólk sem hefur fylgst með mér, mínum myndum og því sem ég geri sem listamaður,“ segir Rebekka. Þegar hún klárar peysu tekur hún mynd af sér í peysunni, vandar eftirvinnsluna og birtir á Flickr. „Þá fæ ég tonn af fyrirspurnum og það hafa alltaf verið passlega margir sem eru til í að borga uppsett verð. Þannig hef ég myndað biðlista sem hefur staðið í stað – það bætist alltaf við endann á honum um leið og ég klára peysu.“ Rebekka hefur meðal annars selt peysur til Mexíkó, Rússlands, Ástralíu, Púertó Ríkó og Bandaríkjanna. Verðið á peysunum er í hærra lagi, sem heldur pöntunum í skefjum. „Ég anna því ekki að prjóna milljón peysur. Ég hef ekki áhuga á því að gera bissness í kringum þetta og ráða prjónakonur til að prjóna fyrir mig. Þetta verður að vera mitt handverk,“ segir Rebekka. Hún leggur mikið upp úr því að hver peysa sé einstök og notar munstur sem hún teiknar sjálf. „Það réttlætir það að hafa peysurnar aðeins dýrari. Það er ekki þverfótað fyrir lopapeysum á Íslandi, en þetta eru oftast munstur sem er búið að endurtaka milljón sinnum.“ Ekki hafa þó allir verið sáttir við verðið og Rebekka segir hlæjandi frá afar æstri bandarískri konu sem taldi að enginn væri til að greiða uppsett verð fyrir „f***ing“ peysu. Rebekka er þó hvergi hætt að taka ljósmyndir. Hún segist vilja spara orkuna sem færi í að starfa við ljósmyndun og nálgast ljósmyndamiðilinn sem myndlist. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
„Ég held að peysan slái einhvers konar met í að vera dýrasta lopapeysa sem hefur verið seld úr landi,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Ekki er langt síðan Rebekka byrjaði að selja sérhannaðar lopapeysur sem hún prjónar sjálf. Í dag er hún með biðlista af útlendingum sem vilja ólmir komast í snertingu við íslensku ullina, en æstasti kaupandinn var án efa ríkur Ameríkani sem greiddi 1.000 dollara fyrir peysu – um 120 þúsund íslenskar krónur. „Það er ekki gangverðið, þó að það væri næs. Hann vildi fá fínni lopa og smellur frekar en rennilás,“ segir hún og tekur fram að sá ríki hafi átt frumkvæðið að því að hækka verðið. Rebekka er þekktust fyrir að vera með eina vinsælustu síðuna á ljósmyndavefnum Flickr. Þar hefur hún vakið alþjóðlega athygli, sem hún trúir að hjálpi til við söluna á peysunum. „Ég held að kúnnarnir séu yfirleitt fólk sem hefur fylgst með mér, mínum myndum og því sem ég geri sem listamaður,“ segir Rebekka. Þegar hún klárar peysu tekur hún mynd af sér í peysunni, vandar eftirvinnsluna og birtir á Flickr. „Þá fæ ég tonn af fyrirspurnum og það hafa alltaf verið passlega margir sem eru til í að borga uppsett verð. Þannig hef ég myndað biðlista sem hefur staðið í stað – það bætist alltaf við endann á honum um leið og ég klára peysu.“ Rebekka hefur meðal annars selt peysur til Mexíkó, Rússlands, Ástralíu, Púertó Ríkó og Bandaríkjanna. Verðið á peysunum er í hærra lagi, sem heldur pöntunum í skefjum. „Ég anna því ekki að prjóna milljón peysur. Ég hef ekki áhuga á því að gera bissness í kringum þetta og ráða prjónakonur til að prjóna fyrir mig. Þetta verður að vera mitt handverk,“ segir Rebekka. Hún leggur mikið upp úr því að hver peysa sé einstök og notar munstur sem hún teiknar sjálf. „Það réttlætir það að hafa peysurnar aðeins dýrari. Það er ekki þverfótað fyrir lopapeysum á Íslandi, en þetta eru oftast munstur sem er búið að endurtaka milljón sinnum.“ Ekki hafa þó allir verið sáttir við verðið og Rebekka segir hlæjandi frá afar æstri bandarískri konu sem taldi að enginn væri til að greiða uppsett verð fyrir „f***ing“ peysu. Rebekka er þó hvergi hætt að taka ljósmyndir. Hún segist vilja spara orkuna sem færi í að starfa við ljósmyndun og nálgast ljósmyndamiðilinn sem myndlist. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira