Lífið

Ulrich vinsæll í heimalandi sínu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ulrich er frá Hellerup í Danmörku.
Ulrich er frá Hellerup í Danmörku.
Danski trommuleikarinn Lars Ulrich og félagar hans í Metallica virðast njóta gríðalegrar hylli í heimalandi Ulrics. Hljómsveitin mun á næstunni halda fimm tónleika í Forum og margir mánuðir eru liðnir síðan að miðar á tónleikana seldust upp.

„Miðarnir á fyrstu tvo tónleikana seldust upp á 10 sekúndum þannig að við vildum prófa tvo í viðbót. Svo ruku miðarnir á þá líka út á örskotsstundu þannig að við ákváðum að bjóða upp á fimmtu tónleikana," segir Ulrich í samtali við danska Extrabladet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.