Lífið

Opið lengur

Leó Stefánsson
Leó Stefánsson

Vegna fjölda áskorana hefur sýningartími ljósmyndasýningar Leós Stefánssonar ljósmyndara og myndlistarnema verið lengdur.

Sýnt er í Kaffistofunni, Hverfisgötu, til miðvikudags. Sýningin ber yfirskriftina Íslam með ábót. Myndirnar á sýningunni eru teknar í Mannheim í Þýskalandi en tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson gerir hljóðupptökur fyrir sýninguna.

Gestum býðst pakistanskt te meðan lofsöngvar um Kalífann hljóma, en sýningin veitir innsýn í annan trúarheim. Opið er frá 12-18 í dag og á morgun og er aðgangur ókeypis. Kaffistofan er við hlið Kling og Bang gallerís.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.