Erlent

Ölvaður síbrotamaður lætur ekki deigan síga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla á Norður-Jótlandi stöðvaði í gær ölvaðan ökumann á fimmtugsaldri. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessi heiðursmaður hefur hlotið 28 dóma fyrir ölvunarakstur og gerst brotlegur við lög í yfir 500 tilfellum og það er bara þau sem vitað er um. Ekki er nóg með þetta heldur var maðurinn líka tekinn fyrir ölvunarakstur í fyrradag og hefur lögregla nú farið fram á að hann verði úrskurðaður í síbrotagæslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×