Innlent

Yfirlýsing frá Baldri Guðlaugssyni

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri Menntamálaráðuneytisins, áður fjármálaráðuenytisins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum innherjaviðskiptum hans sem sérstakur saksóknari á að hafa til rannsóknar.

Hún er svohljóðandi:

Vegna frétta fjölmiðla um að sérstakur saksóknari rannsaki nú meint innherjaviðskipti mín með hlutabréf í Landsbankanum haustið 2008 óska ég eftir að koma eftirfarandi á framfæri:

1. Fjármálaeftirlitið tók á sínum tíma til athugunar viðskipti mín með hlutabréf í Landsbankanum. Að lokinni ítarlegri athugun tilkynnti Fjármálaeftirlitið mér skriflega í maí sl. að það teldi að fullnægjandi skýringar og gögn hefðu komið fram því til stuðnings að ég hefði ekki búið yfir innherjaupplýsingum þegar umrædd hlutabréfaviðskipti áttu sér stað. Fjármálaeftirlitið kvaðst því ekki telja tilefni til frekari athugunar á málinu.

2. Mér hafa ekki verið kynntar neinar nýjar upplýsingar eða gögn sem endurupptaka málsins eða ný rannsókn geti grundvallast á Og frá sérstökum saksóknara hef ég ekkert heyrt. Ég hef því enga ástæðu til að ætla annað en að efnisleg niðurstaða fyrri rannsóknar standi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×