Lífið

Níutíu mynda keppni

Katla Sigurðardóttir úr Hagaskóla fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og framleiðslu.
Katla Sigurðardóttir úr Hagaskóla fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og framleiðslu.

Níutíu myndir voru sýndar á Kvikmyndahátíð grunnskóla í Reykjavík sem var haldin í Kringlubíói á dögunum. Keppt var í aldursflokkum 10 til 12 ára og 13 til 16 ára í fjórum flokkum kvikmynda.

Sýndar voru þrjár bestu myndirnar í hverjum flokki fyrir fullum sal. Vogaskóli vann í þriðja sinn í flokki stuttmynda í eldri flokknum og fyrir bestu hreyfimyndina og besta karlleikarann. Grandaskóli átti bestu stutt- og hreyfimyndina í yngri flokki og hlaut einnig verðlaun fyrir bestu leikkonuna. Kvikmyndahátíðin er ein sú elsta hér á landi enda hefur hún verið haldin samfellt frá árinu 1981.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.