Íslenski boltinn

Jankovic í tveggja leikja bann

Mynd/Vilhelm

Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta eftir að leikur liðsins gegn Fjölni var flautaður af.

Grindvíkingar töpuðu leiknum 3-2 en voru afar ósáttir við frammistöðu dómarans í leiknum.

Þeir Ásgeir Ásgeirsson hjá Fjölni, Andrew Mwesigwa hjá IBV og Sigurbjörn Hreiðarsson voru dæmdir í eins leiks bann vegna brottvísana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×