Sport

Loeb hóf titilvörn með sigri

Sebastian Loeb á Citroen vann fyrsta rallmót ársins i heimsmeistaramótinu sem fram fór á Írlandi.
Sebastian Loeb á Citroen vann fyrsta rallmót ársins i heimsmeistaramótinu sem fram fór á Írlandi. mynd: kappakstur.is

Frakkinn Sebastian Loeb vann fyrsta rallmót ársins, sem fram fór á Írlandi um helgina. Leob varð meistari í fimmta skipti í fyrra og byrjar því titilvörnina vel.

Síðustu ár hefur heimsmeistaramótið í rallakstri hafist í Mónakó, en Írland var vettvangurinn í þetta skiptið og á hröðum malbiksleiðum.

"Keppnin var verulega erfið og ég er sannarlega ánægður að hafa landað 10 stigum í fyrsta mótinu. Það er alltaf erfitt að keppa á malbiki og mikilvægt að byrja svona vel", sagði Loeb.

Nokkuð var um það að ökumenn veldu röng dekk miðað við aðstæður á einstökum leiðum. Loeb náði vinna upp glataðan tíma þegar hann valdi röng dekk og varð 1:27 mínutum á undan liðsfélaga sínum Dani Sordo. Mikko Hirvonen á Ford Focus varð þriðji og Norðamaðurinn Hennig Solberg fjórði. Næsta mót fer einmitt fram í Noregi.

Lokastaðan

1. Sebastien Loeb Citroen 2:48:25.7

2. Dani Sordo Citroen + 1:27.9

3. Mikko Hirvonen Ford + 2:07.8

4. Henning Solberg Ford + 6:32.4

5. Chris Atkinson Citroen + 7:51.9

6. Sebastien Ogier Citroen + 10:44.0

7. Matthew Wilson Ford + 11:23.8

8. Khalid Al Qassimi Ford + 14:07.9

9. Eamonn Boland Subaru + 15:23.4

10. Urmo Aava Ford + 15:35








Fleiri fréttir

Sjá meira


×