Útúrsnúningar og aulaafsakanir í Grindavík Magnús Már Guðmundsson skrifar 10. september 2009 12:20 Sigmar Eðvardsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Grindavíkur, og bæjarstjórinn Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Sjálfstæðisfélag Grindavíkur sá ástæðu til að snupra oddvita sinn í bæjarstjórn vegna skrifa hans á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Pistillinn er afar harðorður í garð fráfarandi bæjarstjóra þar sem bæjarstjórinn er meðal annars sagður hafa verið með útúrsnúninga og aulaafsakanir í fjölmiðlum. Búið er að fjarlægja pistillinn af vef bæjarfélagins og auk þess hefur honum verið talsvert breytt á heimasíðu oddvitans. Mikill óróleiki hefur verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík frá kosningunum vorið 2006. Skipt var um meirihluta síðasta sumar í og framhaldinu tók Samfylkingarkonan Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, við starfi bæjarstjóri. Áður en hún settist í bæjarstjórn starfaði hún sem prestur í bæjarfélaginu. Nýverið var tilkynnt að Jóna Kristín taki á næstu mánuðum við Kolfreyjuprestakalli á Austfjörðum. Hún mun því fljótlega láta af störfum sem bæjarstjóri.Telur pólitískri eyðimerkurgöngu ljúka með vænu brauði Af því tilefni ritaði Sigmar Eðvardsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, harðorða grein sem birtist á vef bæjarfélagins síðastliðinn mánudag sem bar heitið: „Pólitískri eyðimerkurgöngu er að ljúka með vænu „brauði": Sjálfskipaður bæjarstjóri." Í greininni er ítrekað vitnað til þess að Jóna Kristín sé prestur. Greinin hefur nú verið fjarlægð af vef Grindavíkur en hægt er að lesa hana talsvert breytta á heimasíðu Sigmars.Segir valdarán hafa verið framið Sigmar segir valdarán hafa farið fram í bæjarfélaginu síðastliðið sumar þegar Jóna Kristín varð bæjarstjóri. Valdaránið hafi kostað bæjarfélagið mikla peninga. Í tengslum við málefni Hitaveitu Suðurnesja, nú HS orku og HS veitu, segir Sigmar hafa verið grátlegt að heyra í fjölmiðlum útúrsnúninga og aulaafsakanir, séra Jónu Kristínar. Eftir að greinin birtist sá Sjálfstæðisfélag Grindavíkur ástæðu til þess að snupra oddvita sinn. Í tilkynningu sem var birt á vef Grindavíkur í gær segir að félagið harmi skrif Sigmars og að félagið telji heimasíðu bæjarfélagins ekki vera vettvang fyrir slík skrif. Átök í fjölmiðlum síðustu misseri af hálfu bæjarfulltrúa séu ekki bænum til framdráttar. Ekki náðist í Sigmar vegna málsins. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Sjálfstæðisfélag Grindavíkur sá ástæðu til að snupra oddvita sinn í bæjarstjórn vegna skrifa hans á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Pistillinn er afar harðorður í garð fráfarandi bæjarstjóra þar sem bæjarstjórinn er meðal annars sagður hafa verið með útúrsnúninga og aulaafsakanir í fjölmiðlum. Búið er að fjarlægja pistillinn af vef bæjarfélagins og auk þess hefur honum verið talsvert breytt á heimasíðu oddvitans. Mikill óróleiki hefur verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík frá kosningunum vorið 2006. Skipt var um meirihluta síðasta sumar í og framhaldinu tók Samfylkingarkonan Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, við starfi bæjarstjóri. Áður en hún settist í bæjarstjórn starfaði hún sem prestur í bæjarfélaginu. Nýverið var tilkynnt að Jóna Kristín taki á næstu mánuðum við Kolfreyjuprestakalli á Austfjörðum. Hún mun því fljótlega láta af störfum sem bæjarstjóri.Telur pólitískri eyðimerkurgöngu ljúka með vænu brauði Af því tilefni ritaði Sigmar Eðvardsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, harðorða grein sem birtist á vef bæjarfélagins síðastliðinn mánudag sem bar heitið: „Pólitískri eyðimerkurgöngu er að ljúka með vænu „brauði": Sjálfskipaður bæjarstjóri." Í greininni er ítrekað vitnað til þess að Jóna Kristín sé prestur. Greinin hefur nú verið fjarlægð af vef Grindavíkur en hægt er að lesa hana talsvert breytta á heimasíðu Sigmars.Segir valdarán hafa verið framið Sigmar segir valdarán hafa farið fram í bæjarfélaginu síðastliðið sumar þegar Jóna Kristín varð bæjarstjóri. Valdaránið hafi kostað bæjarfélagið mikla peninga. Í tengslum við málefni Hitaveitu Suðurnesja, nú HS orku og HS veitu, segir Sigmar hafa verið grátlegt að heyra í fjölmiðlum útúrsnúninga og aulaafsakanir, séra Jónu Kristínar. Eftir að greinin birtist sá Sjálfstæðisfélag Grindavíkur ástæðu til þess að snupra oddvita sinn. Í tilkynningu sem var birt á vef Grindavíkur í gær segir að félagið harmi skrif Sigmars og að félagið telji heimasíðu bæjarfélagins ekki vera vettvang fyrir slík skrif. Átök í fjölmiðlum síðustu misseri af hálfu bæjarfulltrúa séu ekki bænum til framdráttar. Ekki náðist í Sigmar vegna málsins.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira