Flytur heim og gerir gott úr hlutunum 8. október 2009 02:45 Á heimleið Líney Ingu var boðið starf hjá öðru stærsta almannatengslafyrirtæki heims en hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum gera það að verkum að hún getur ekki ílengst í starfi þar. Líney Inga Arnórsdóttir útskrifaðist í vor frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Henni hefur verið boðið starf hjá Ketchum, sem er annað stærsta almannatengslafyrirtæki heims, en hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum gera henni ómögulegt að starfa hjá fyrirtækinu þegar tímabundið landvistarleyfi hennar rennur út. „Já, það er búið að herða lögin. Obama setti nýjar reglur um innflytjendur,“ segir Líney. „Þetta er samt skiljanlegt þar sem það er næstum því níu prósenta atvinnuleysi hér úti og Bandaríkjamenn eru að reyna að halda störfum fyrir ríkisborgara. Eins og er, þá er ómögulegt fyrir mig að fá leyfi, en það verður hægt eftir nokkur ár. Þetta er allt mjög flókið og það tók lögfræðinga Ketchum nokkra daga að fara yfir alla pappírana mína til að komast að niðurstöðu. Ég var mjög spæld að frétta þetta þar sem ég hefði viljað hækka í tign innan fyrirtækisins. En ég held samt að þetta gæti verið fyrir bestu. Ég hef búið úti svo lengi og það er tími til kominn að flytja aftur til Íslands og reyna að gera eitthvað gott úr hlutunum þar.“Tekin fram yfir 700 umsækjendurLíney hóf starfsþjálfun hjá Ketchum í New York í vor eftir að hún og átta aðrir voru valdir úr hópi 700 umsækjenda. „Þetta varð í raun tíu vikna keppni um eitt til tvö störf,“ segir hún. „Fyrstu fimm vikurnar unnum við í okkar eigin deildum. Ég var í rannsóknardeildinni og skrifaði yfirlit um allt frá kjarnorkuiðnaðinum yfir í félags- og fjölmiðlagreiningu um snyrtivörur. Ég vann fyrir viðskiptavini eins og IBM, Ikea, Levis, McDonald‘s, Nokia, PepsiCo og Sony. Síðustu fimm vikurnar unnum við lærlingarnir saman að tillögu að markaðsherferð fyrir Hertz-bílaleiguna, sem við kynntum á síðasta degi starfsþjálfunarinnar. Forstjóri Hertz mætti ásamt forstjóra Ketchum og öllum starfsmönnum höfuðstöðvarinnar hér í New York. Eftir 90 mínútna ræðu ákvað Hertz að kaupa herferðina á 300.000 dollara. Það var í fyrsta skipti sem viðskiptavinur kaupir herferð af sumarlærlingum. Þegar ég lýsti þessu fyrir fjölskyldunni minni spurði pabbi hvort ég væri nokkuð á vitlausum stað, hvort ég væri óvart í þáttunum The Apprentice. Mér leið að minnsta kosti þannig!“ Það er kreppa í almannatengslabransanum eins og annars staðar. Ketchum réði því engan af sumarlærlingunum í fullt starf, en Líneyju var boðin tímabundin staða innan fyrirtækisins. „Ég er búin að vera að vinna þar síðan. Þeir buðu mér svo varanlega stöðu fyrir tveimur vikum, þannig að ég var sú sem fékk starfið eftir þó nokkra áreynslu!“ Á heimili Russells SimmonsLíney hefur tekið að sér ýmis aukaverkefni á meðan hún hefur verið búsett í New York, meðal annars fyrir útgáfufyrirtækið Condé Nast. „Ég hjálpaði til við að skipuleggja ráðstefnu fyrir Condé Nast Traveller þar sem öllum helstu fjölmiðlum er boðið að hlusta á sérfræðinga flytja fyrirlestra um ýmis málefni. Allir helstu blaðamenn New York Times og Wall Street Journal voru þarna. Til að auka spennu hjá almenningi mættu stjörnur á svæðið og voru talsmenn fyrir góðgerðastofnanir. Edward Norton talaði um reynslu sína með Masaí-stríðsmönnum, Wyclef Jean um fátækt á Haítí og Mandy Moore um börn í Afríku.“ Þrátt fyrir þétta dagskrá segir Líney að tími hafi gefist fyrir skemmtun inni á milli. Hún fór meðal annars í heimsókn í millahverfið Hamptons í tengslum við verkefni. Þar endaði hún á fjáröflunarsamkomu heima hjá hiphop-mógúlnum og milljarðamæringnum Russell Simmons. „Þeir sem hafa séð þættina með Russell og Kimoru Lee Simmons, Life in the Fab Lane, vita að húsið hans er nánast smíðað úr gulli,“ segir hún. „En þó að hann sé þriðji ríkasti maður rappiðnaðarins þá keyrir hann um á grænni blæju-bjöllu. Ég er líka búin að hitta aðra; Charlize Theron, stelpurnar úr The Hills, Gossip Girl, Kate Hudson, Gerard Butler og fleiri. Lenny Kravitz býr líka hérna beint á móti mér og ég vildi að ég gæti njósnað um hann, en hann er búinn að setja þvílík gluggatjöld upp að ljósmyndarar ná ekki myndum af honum. Ég held samt að flestir sem búa hérna í New York hafi upplifað það sama; fólk er ekkert að kippa sér upp við þetta enda eru stjörnur bara eins og allt annað fólk. Ég hef mun meiri áhuga á málefnum sem geta bætt heiminn. Þessi hluti starfsins er smá plús til að hrista upp í deginum!“ Ísland þarf að taka ímyndina alvarlegaLíney hyggst flytja til Íslands á næstu mánuðum og reyna fyrir sér í sínu fagi. „Vonandi eru tækifæri fyrir fagmenn þar eins og annars staðar,“ segir hún. „Ég er líka búin að vera í viðræðum við starfmannastjóra Ketchum í London um að hoppa þangað ef hlutir ganga ekki upp. Ég vil vinna aftur hjá Ketchum. Þetta er næststærsta almannatengslafyrirtæki heims. Það eru endalausir möguleikar þarna. Þetta kann að hljóma skringilega fyrir þá sem eru fastir á Íslandi í kreppunni, en maður saknar alltaf landsins. Ég vil taka þátt í að hjálpa landsmönnum að snúa ástandinu við. Ég hef mikinn áhuga á alþjóðasamskiptum, bæði fyrir ríkistjórn og fyrirtæki. Vonandi get ég notað þekkinguna mína í að kynna landið með jákvæðum hætti. Mér finnst við ekki vera nógu dugleg í skipulagðri ímyndarstjórnun og við þurfum að taka það alvarlega, sérstaklega í dag.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Líney Inga Arnórsdóttir útskrifaðist í vor frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Henni hefur verið boðið starf hjá Ketchum, sem er annað stærsta almannatengslafyrirtæki heims, en hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum gera henni ómögulegt að starfa hjá fyrirtækinu þegar tímabundið landvistarleyfi hennar rennur út. „Já, það er búið að herða lögin. Obama setti nýjar reglur um innflytjendur,“ segir Líney. „Þetta er samt skiljanlegt þar sem það er næstum því níu prósenta atvinnuleysi hér úti og Bandaríkjamenn eru að reyna að halda störfum fyrir ríkisborgara. Eins og er, þá er ómögulegt fyrir mig að fá leyfi, en það verður hægt eftir nokkur ár. Þetta er allt mjög flókið og það tók lögfræðinga Ketchum nokkra daga að fara yfir alla pappírana mína til að komast að niðurstöðu. Ég var mjög spæld að frétta þetta þar sem ég hefði viljað hækka í tign innan fyrirtækisins. En ég held samt að þetta gæti verið fyrir bestu. Ég hef búið úti svo lengi og það er tími til kominn að flytja aftur til Íslands og reyna að gera eitthvað gott úr hlutunum þar.“Tekin fram yfir 700 umsækjendurLíney hóf starfsþjálfun hjá Ketchum í New York í vor eftir að hún og átta aðrir voru valdir úr hópi 700 umsækjenda. „Þetta varð í raun tíu vikna keppni um eitt til tvö störf,“ segir hún. „Fyrstu fimm vikurnar unnum við í okkar eigin deildum. Ég var í rannsóknardeildinni og skrifaði yfirlit um allt frá kjarnorkuiðnaðinum yfir í félags- og fjölmiðlagreiningu um snyrtivörur. Ég vann fyrir viðskiptavini eins og IBM, Ikea, Levis, McDonald‘s, Nokia, PepsiCo og Sony. Síðustu fimm vikurnar unnum við lærlingarnir saman að tillögu að markaðsherferð fyrir Hertz-bílaleiguna, sem við kynntum á síðasta degi starfsþjálfunarinnar. Forstjóri Hertz mætti ásamt forstjóra Ketchum og öllum starfsmönnum höfuðstöðvarinnar hér í New York. Eftir 90 mínútna ræðu ákvað Hertz að kaupa herferðina á 300.000 dollara. Það var í fyrsta skipti sem viðskiptavinur kaupir herferð af sumarlærlingum. Þegar ég lýsti þessu fyrir fjölskyldunni minni spurði pabbi hvort ég væri nokkuð á vitlausum stað, hvort ég væri óvart í þáttunum The Apprentice. Mér leið að minnsta kosti þannig!“ Það er kreppa í almannatengslabransanum eins og annars staðar. Ketchum réði því engan af sumarlærlingunum í fullt starf, en Líneyju var boðin tímabundin staða innan fyrirtækisins. „Ég er búin að vera að vinna þar síðan. Þeir buðu mér svo varanlega stöðu fyrir tveimur vikum, þannig að ég var sú sem fékk starfið eftir þó nokkra áreynslu!“ Á heimili Russells SimmonsLíney hefur tekið að sér ýmis aukaverkefni á meðan hún hefur verið búsett í New York, meðal annars fyrir útgáfufyrirtækið Condé Nast. „Ég hjálpaði til við að skipuleggja ráðstefnu fyrir Condé Nast Traveller þar sem öllum helstu fjölmiðlum er boðið að hlusta á sérfræðinga flytja fyrirlestra um ýmis málefni. Allir helstu blaðamenn New York Times og Wall Street Journal voru þarna. Til að auka spennu hjá almenningi mættu stjörnur á svæðið og voru talsmenn fyrir góðgerðastofnanir. Edward Norton talaði um reynslu sína með Masaí-stríðsmönnum, Wyclef Jean um fátækt á Haítí og Mandy Moore um börn í Afríku.“ Þrátt fyrir þétta dagskrá segir Líney að tími hafi gefist fyrir skemmtun inni á milli. Hún fór meðal annars í heimsókn í millahverfið Hamptons í tengslum við verkefni. Þar endaði hún á fjáröflunarsamkomu heima hjá hiphop-mógúlnum og milljarðamæringnum Russell Simmons. „Þeir sem hafa séð þættina með Russell og Kimoru Lee Simmons, Life in the Fab Lane, vita að húsið hans er nánast smíðað úr gulli,“ segir hún. „En þó að hann sé þriðji ríkasti maður rappiðnaðarins þá keyrir hann um á grænni blæju-bjöllu. Ég er líka búin að hitta aðra; Charlize Theron, stelpurnar úr The Hills, Gossip Girl, Kate Hudson, Gerard Butler og fleiri. Lenny Kravitz býr líka hérna beint á móti mér og ég vildi að ég gæti njósnað um hann, en hann er búinn að setja þvílík gluggatjöld upp að ljósmyndarar ná ekki myndum af honum. Ég held samt að flestir sem búa hérna í New York hafi upplifað það sama; fólk er ekkert að kippa sér upp við þetta enda eru stjörnur bara eins og allt annað fólk. Ég hef mun meiri áhuga á málefnum sem geta bætt heiminn. Þessi hluti starfsins er smá plús til að hrista upp í deginum!“ Ísland þarf að taka ímyndina alvarlegaLíney hyggst flytja til Íslands á næstu mánuðum og reyna fyrir sér í sínu fagi. „Vonandi eru tækifæri fyrir fagmenn þar eins og annars staðar,“ segir hún. „Ég er líka búin að vera í viðræðum við starfmannastjóra Ketchum í London um að hoppa þangað ef hlutir ganga ekki upp. Ég vil vinna aftur hjá Ketchum. Þetta er næststærsta almannatengslafyrirtæki heims. Það eru endalausir möguleikar þarna. Þetta kann að hljóma skringilega fyrir þá sem eru fastir á Íslandi í kreppunni, en maður saknar alltaf landsins. Ég vil taka þátt í að hjálpa landsmönnum að snúa ástandinu við. Ég hef mikinn áhuga á alþjóðasamskiptum, bæði fyrir ríkistjórn og fyrirtæki. Vonandi get ég notað þekkinguna mína í að kynna landið með jákvæðum hætti. Mér finnst við ekki vera nógu dugleg í skipulagðri ímyndarstjórnun og við þurfum að taka það alvarlega, sérstaklega í dag.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira