Erlent

Minnast fyrstu sprungunnar í Berlínarmúrnum

Óli Tynes skrifar

Hinn 27. júní árið 1989 tóku þáverandi utanríkisráðherra Ungverjalands og þáverandi utanríkisráðhera Austurríkis sig saman og klipptu á gaddavírsgirðingu sem aðskildi lönd þeirra.

Gaddavírsgirðingin var hluti af Berlínarmúrnum og þetta hefur verið kallað fyrsta sprungan í múrinn. Múrinn sjálfur í Berlín féll svo endanlega níunda nóvember árið eftir.

Af þessu tilefni komu forsetar Þýskalands, Austurríkis, Finnlands, Slóveníu og Sviss saman í Búdapest í dag. Þar voru einnig háttsettir embættismenn frá Póllandi, Bretlandi og tuttugu öðrum löndum.

Liður í athöfninni var akstur Trabant bílalestar en Trabantinn var stolt hins kommúniska Austur-Þýskaland.

Vafasamt er að önnur eins drusla hafi verið framleidd fyrr eða síðar. Hann var hávær og mengaði skelfilega, en var hinsvegar ódýr bæði í innkaupum og rekstri.

Byrjað var að reisa Berlínarmúrinn 13 ágúst árið 1961 til þess að hindra fólksflótta til Vestur-Berlínar.

Meðan múrinn stóð voru níutíu og átta skotnir til bana þegar þeir reyndu að flýja sæluríkið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×