Innlent

Blaðamannafundur í beinni útsendingu

Forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna kynna stjórnarsáttmála og ráðherralista nýrrar ríkisstjórnar á blaðamannafundi í Norræna húsinu í dag sem ráðgert er að hefjist klukkan 16. Stöð 2, Bylgjan og Vísir munu senda beint út frá fundinum.

Fyrr í dag funduðu flokksráð VG og flokksstjórn Samfylkingar um stjórnarsáttmálann. Ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum síðdegis í dag. Fyrri fundurinn hefst klukkan 17 og síðari fundurinn 18:15.

Hægt er er að horfa á blaðmannafundinn eftir að hann hann hefst hér




Tengdar fréttir

Ný ríkisstjórn kynnt klukkan fjögur - bein útsending

Stefnt er að því að formenn stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, kynni stjórnarsáttmála og ráðherralista nýrrar ríkisstjórnar á blaðamannafundi í Norræna húsinu klukkan 16. Stöð 2 mun senda beint út frá þeim fundi, og einnig beint frá Bessastöðum í fréttatímanum klukkan 18:30 þar sem stjórnarskiptin fara fram.

Fyrsta meirihlutastjórn vinstriflokka hér á landi

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verður mynduð í dag og verður þetta í fyrsta meirihlutastjórn tveggja vinstri flokka á Íslandi. Ríkisráðsfundir hafa verið boðaðir á Bessastöðum síðdegis þar sem stjórnarskiptin fara fram. Síðasti fundur fráfarandi ríkisstjórnar hefst klukkan 17 og fyrsti fundur nýrrar stjórnar hefst klukkan 18:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×