Innlent

Fyrsta meirihlutastjórn vinstriflokka hér á landi

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verður mynduð í dag og verður þetta í fyrsta meirihlutastjórn tveggja vinstri flokka á Íslandi. Ríkisráðsfundir hafa verið boðaðir á Bessastöðum síðdegis þar sem stjórnarskiptin fara fram. Síðasti fundur fráfarandi ríkisstjórnar hefst klukkan 17 og fyrsti fundur nýrrar stjórnar hefst klukkan 18:15.

Flokksráð Vinstri grænna kom saman á Grand hótel í morgun til að ræða stjórnarsáttmálann og skipan ráðherra. Flokksstjórn Samfylkingar fundar á Hótel Sögu klukkan eitt en að þeim fundi loknum verður boðað til blaðamannfundar þar sem ný ríkisstjórn verður kynnt.

Strax að þeim fundi loknum verður boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem formlega stjórnarskipti fara fram.

Formenn flokkanna funduðu með þingmönnum í gær til leggja að lokahönd á stjórnarsáttmálann.

Nýir ráðherrar verða væntanlega kynntir til sögunnar. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, mun væntanlega láta af embætti sem og Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra. Árni Páll Árnason og Svandís Svavarsdóttir hafa nefnd í þeirra stað. Þá er óljóst hvort Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félagsmálaráðherra, sitji áfram sem ráðherra en Ásta fékk slæma útkomu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Stefnt er að því að formenn flokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, kynni stjórnarsáttmála og ráðherralista nýrrar ríkisstjórnar á blaðamannafundi í Norræna húsinu klukkan 16. Stöð 2 mun senda beint út frá þeim fundi, og einnig beint frá Bessastöðum í fréttatímanum klukkan 18:30, þar sem stjórnarskiptin fara fram.






Tengdar fréttir

Ný ríkisstjórn kynnt klukkan fjögur - bein útsending

Stefnt er að því að formenn stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, kynni stjórnarsáttmála og ráðherralista nýrrar ríkisstjórnar á blaðamannafundi í Norræna húsinu klukkan 16. Stöð 2 mun senda beint út frá þeim fundi, og einnig beint frá Bessastöðum í fréttatímanum klukkan 18:30 þar sem stjórnarskiptin fara fram.

Stjórnarsáttmálinn borinn undir Samfylkingarfólk

Flokksstjórn Samfylkingar kom saman á Hótel sögu klukkan 13 dag. Þar mun Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Á fundinum verður borin upp tillaga um stjórnarsáttmála milli flokkanna og skipan ráðherra Samfylkingarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×