Hin drungalega Fever Ray 27. ágúst 2009 06:00 fever ray Fever Ray, drungaleg á tónleikum með hvíta og svarta andlitsmálningu og rauðar linsur.nordicphotos/getty Sænska tónlistarkonan Fever Ray hefur hlotið mikið lof fyrir fyrstu sólóplötu sína sem kom út í vor. Margir telja að hún verði ofarlega á listum yfir bestu plötur ársins 2009. Fever Ray heitir réttu nafni Karin Dreijer Andersson og sló fyrst í gegn í elektródúettnum The Knife með bróður sínum Olof Dreijer. The Knife hefur gefið út þrjár plötur og fékk frábæra dóma fyrir þriðju plötu sína, Silent Shout. Hún var valin plata ársins 2006 af Pitchfork og hlaut sex sænsku tónlistarverðlaunin árið eftir. Skömmu síðar var tilkynnt að The Knife ætlaði í þriggja ára frí og spilaði þar inn í að Karin átti von á öðru barni sínu og þurfti á hvíld að halda. Þarna gafst henni um leið tími til að sinna nýju sólóverkefni sínu. Plötuna tók hún að mestu upp á heimili sínu suður af Stokkhólmi á sjö mánuðum. Systkinin í The Knife eru þekkt fyrir að vera heldur fjölmiðlafælin; eru lítið gefin fyrir tónleikahald og gefa fá viðtöl. Þess vegna kemur það fáum á óvart að Fever Ray hefur verið hulin mikilli dulúð síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Á tónleikum kemur hún oft fram máluð á sérkennilegan hátt eða með grímu og viðtölin eru einnig af skornum skammti. Öll áhersla er lögð á tónlistina sjálfa, þannig að öllum sé ljóst að hennar persóna sé aldrei aðalmálið. Plata Fever Ray er drungaleg þar sem asískir tónar krydda útkomuna víðast hvar. Oft á tíðum bjöguð rödd Karinar svífur síðan yfir léttum elektrótöktunum á seiðandi hátt. Breska tímaritið Q gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og líkti Fever Ray við Björk Guðmundsdóttur: „Ef þið hafið einhvern tímann velt fyrir ykkur hvernig Björk myndi hljóma ef hún væri föst í snjóskafli þá er svarið að finna hérna," sagði í dómnum. Platan fékk einnig fjórar stjörnur í Mojo, fimm stjörnur í The Guardian og 81 af 100 hjá Pitchfork. Sjálf segir Karin að Fever Ray sé nokkurs konar andleg persóna sem hafi mismunandi raddir og geti breyst í alls konar form. Karin hefur nefnt tvo áhrifavalda við gerð plötunnar. Annars vegar myndina Dead Man eftir Jim Jarmusch, þar sem Neil Young samdi alla tónlistina, og hins vegar sjónvarpsþættina Miami Vice þar sem tónlist níunda áratugarins var í forgrunni. „Ég reyni að fanga þessa tilfinningu sem myndast þegar þessir náungar sigla í burtu á þessum hraðbát með stórar vélar seint á kvöldin. Þetta eru eins og tónlistarmyndbönd í þáttunum þegar þeir spila háværa tónlist yfir öllu og bruna áfram á bátnum. Það lítur frábærlega út," segir Karin.freyr@frettabladid.is Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Sænska tónlistarkonan Fever Ray hefur hlotið mikið lof fyrir fyrstu sólóplötu sína sem kom út í vor. Margir telja að hún verði ofarlega á listum yfir bestu plötur ársins 2009. Fever Ray heitir réttu nafni Karin Dreijer Andersson og sló fyrst í gegn í elektródúettnum The Knife með bróður sínum Olof Dreijer. The Knife hefur gefið út þrjár plötur og fékk frábæra dóma fyrir þriðju plötu sína, Silent Shout. Hún var valin plata ársins 2006 af Pitchfork og hlaut sex sænsku tónlistarverðlaunin árið eftir. Skömmu síðar var tilkynnt að The Knife ætlaði í þriggja ára frí og spilaði þar inn í að Karin átti von á öðru barni sínu og þurfti á hvíld að halda. Þarna gafst henni um leið tími til að sinna nýju sólóverkefni sínu. Plötuna tók hún að mestu upp á heimili sínu suður af Stokkhólmi á sjö mánuðum. Systkinin í The Knife eru þekkt fyrir að vera heldur fjölmiðlafælin; eru lítið gefin fyrir tónleikahald og gefa fá viðtöl. Þess vegna kemur það fáum á óvart að Fever Ray hefur verið hulin mikilli dulúð síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Á tónleikum kemur hún oft fram máluð á sérkennilegan hátt eða með grímu og viðtölin eru einnig af skornum skammti. Öll áhersla er lögð á tónlistina sjálfa, þannig að öllum sé ljóst að hennar persóna sé aldrei aðalmálið. Plata Fever Ray er drungaleg þar sem asískir tónar krydda útkomuna víðast hvar. Oft á tíðum bjöguð rödd Karinar svífur síðan yfir léttum elektrótöktunum á seiðandi hátt. Breska tímaritið Q gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og líkti Fever Ray við Björk Guðmundsdóttur: „Ef þið hafið einhvern tímann velt fyrir ykkur hvernig Björk myndi hljóma ef hún væri föst í snjóskafli þá er svarið að finna hérna," sagði í dómnum. Platan fékk einnig fjórar stjörnur í Mojo, fimm stjörnur í The Guardian og 81 af 100 hjá Pitchfork. Sjálf segir Karin að Fever Ray sé nokkurs konar andleg persóna sem hafi mismunandi raddir og geti breyst í alls konar form. Karin hefur nefnt tvo áhrifavalda við gerð plötunnar. Annars vegar myndina Dead Man eftir Jim Jarmusch, þar sem Neil Young samdi alla tónlistina, og hins vegar sjónvarpsþættina Miami Vice þar sem tónlist níunda áratugarins var í forgrunni. „Ég reyni að fanga þessa tilfinningu sem myndast þegar þessir náungar sigla í burtu á þessum hraðbát með stórar vélar seint á kvöldin. Þetta eru eins og tónlistarmyndbönd í þáttunum þegar þeir spila háværa tónlist yfir öllu og bruna áfram á bátnum. Það lítur frábærlega út," segir Karin.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira