Innlent

Stal jólaskrauti á Akranesi

Maður var handtekinn við þjófnað úr ólæstri geymslu á Akranesi. Var hann í óðaönn að bera muni, aðallega jólaskraut, út úr geymslunni þegar til hans sást. Þá hafði hann unnið talsverðar skemmdir í geymslunni, rifið niður ljós og utanáliggjandi raflagnir.

Í ljós kom að sami maður hafði einnig farið inn í bifreið sem stóð þarna nærri, skemmt hana talsvert og stolið úr henni öllu lauslegu. Maðurinn sem um ræðir á að baki langan afbrotaferil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×