Lífið

Stofutónleikar í stórborginni

Hljómsveitin Amiina heldur stofutónleika á Listahátíð í Reykjavík.
Hljómsveitin Amiina heldur stofutónleika á Listahátíð í Reykjavík.

Hljómsveitirnar Amiina og Bloodgroup ásamt tónlistarmönnunum Jóni Ólafssyni og Ólöfu Arnalds verða á meðal þeirra sem koma fram á stofutónleikum Listahátíðar Reykjavíkur frá föstudegi til sunnudags.

Amiina spilar í húsi Hannesar Hafstein að Grundarstíg 10 á laugardagskvöld klukkan 21. Flutt verður nýtt efni þar sem húsið og hin fjölmörgu rými þess verða notuð sem innblástur í tóna sem hljóma í flutningi hljómsveitarinnar. Ólöf Arnalds tekur á móti gestum á heimili sínu að Ingólfsstræti 10 á föstudag klukkan 17. Þar ætlar hún að leika og syngja eigin lög, gömul og ný í bland, auk annarra laga og lagstúfa úr ýmsum áttum. Dregur hún fram úr pússi sínu margvíslega gítara og strengjahljóðfæri gestum sínum til skemmtunar.

Jón Ólafsson ætlar sitja við sinn flygil á heimili sínu að Hagamel 33 á laugardagskvöld klukkan 19 og flytja eigið efni frá ýmsum tímum.

Diddú og Felix Bergsson auk hljómsveitanna Reykjavík!, FM Belfast og Retro Stefson halda einnig stofutónleika ásamt fleiri listamönnum. Hægt er að kynna sér dagskrána nánar á síðunni Listahatid.is. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.