Lífið

Jóhanna Guðrún verður bæjarlistamaður

Jóhanna Guðrún þegar hún kom heim eftir Eurovision.
Jóhanna Guðrún þegar hún kom heim eftir Eurovision.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir verður útnefnd sem bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í dag og mun af því tilefni taka við viðurkenningunni og syngja Eurovision -lagið Is it true á Thorsplani kl. 18 samkvæmt tilkynningu á heimsíðu Hafnarfjarðar.

Þess má geta að Jóhanna Guðrún er ekki búsett í Hafnarfirði núna en hún ólst þar upp.

Jóhanna Guðrún var eins og allir vita fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár og náði öðru sæti í Moskvu sem er einhver besti árangur sem íslenskur flytjandi hefur náð í Eurovision.

Þá mun Hafnarfjarðarbær veita þeim Kristjáni Tryggva Martinssyni tónlistarmanni og Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur myndlistarmanni hvatningarstyrki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.