Lífið

Missti vinnuna í haust eins og svo margir

Íris Kristinsdóttir.
Íris Kristinsdóttir.

Undankeppni Eurovision er á laugardaginn og söngkonan Íris Kristinsdóttir og Halldór Guðjónsson eiga þar eitt lag. Vísir spurði Írisi út í lagið og hennar persónulegu hagi.



„Hann Halldór sendi þetta lag inn þegar var verið að auglýsa eftir lögum í keppnina og komst inn með það," svarar Íris.

Íris samdi texta við lag Halldórs Guðjónssonar sem sigraði í Ljósanæturlagasamkeppninni í fyrra. Fjörutíu lög voru send inn í keppnina.

„Lagið var með enskum texta upphaflega en hann langaði til að hafa lagið á íslensku og bað mig að semja texta fyrir sig þar sem við höfum átt gott samstarf áður," segir Íris. 

 

Þýðir ekkert að gráta í koddann 

 

„Það sem ég er að sýsla núna er að gera mig klára fyrir skólann. Ég er að hefja nám við Kvikmyndaskóla Íslands. Ég missti vinnuna núna í haust eins og svo margir og óvissan tók við," segir Íris.

„Ljósalagið var samið einmitt þannig. Hann hafði samband við mig og sagði að sig vantaði sigurtexta við lag sem hann var að fara að senda inn í ljósalagssamkeppnina. Ég var í dálítinn tíma að semja textann því ég vildi hafa hann sterkan og höfða til þessarar hátíðar sem ég hef sjálf sótt svo oft og svo frábær stemning alltaf þarna. Okkur til mikillar hamingju bar það sigur úr bítum," segir Íris.

„Þar sem ég er einstæð með þrjú börn var þetta mikið áfall," segir Íris og bætir við:

„En það þýðir ekkert að leggjast niður og gráta í koddan svo ég ákvað að líta á þetta sem upphaf á einhverju nýju."

„Mig hefur dreymt um að fara í leiklist alveg frá því að ég var lítil stelpa og þetta nám er svo víðtækt og bíður uppá svo rosalega marga möguleika, algjör tilviljun að ég sá þetta auglýst og fannst mér akkúrat tíminn núna til að kýla á það."

„Ég var mjög heppin að komast inn. Það eru mjög fáir sem komast inn á hverri önn og alveg gífurleg aðsókn, svo það er eins og þetta hafi bara átt að gerast og þá núna," segir Íris.

„Það er mikil blessun að eiga þessi heilbrigðu og yndislegu börn sem eru svo miklir vinir mínir," segir Íris áður en kvatt er.

Fjölskyldan mikilvægust

 

„Svo við krakkarnir höfðum það bara gott hérna í Hafnarfirðinum."

 

„Sonur minn elsti er að fara að klára grunnskólann og stelpan mín sem var í maganum á mér á sviðinu í undankeppni Eurovision árið 2006 er að verða þriggja og sá stutti níu mánaða," segir Íris.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.