Innlent

Norrænir guðir yfirtaka Eden

Óli Tynes skrifar
Verslunin á Iðavöllum.
Verslunin á Iðavöllum.
Iðavellir heitir setur norrænnar goðafræði, sem hefur verið opnað í Hveragerði þar sem áður var Eden.

Þríþætt starfsemi verður í setrinu, veitingasala, verslun og myndræn sýning um fornan norrænan átrúnað.

Í veitingasalnum er boðið upp á nýstárlegan matseðil þar sem réttirnir eru kenndir við persónur og atburði úr norrænum goðsögum.

Þar er jafnframt sérstök Völuspárstofa þar sem hið mikla fornkvæði er túlkað í refilmyndum sem þekja veggi.

Í minjagripaversluninni er fjölbreytt úrval af minjagripum, íslenskum hönnunarvörum, glerlist og handprjónaðri íslenskri prjónavöru.

Loks er í setrinu viðamikil sýning um norræna goðafræði og goðsögur.

Þar er gesturinn leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim. Goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt, þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild.

Sýningin er samin og unnin af íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum.

Sýning er nútímaleg túlkun á fornri menningararfleifð. List og sögu fléttað saman með nýjustu tækni með hljóð (ipod) og lýsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×