Erlent

Þriðjungur Bandaríkjamanna missir svefn vegna kreppu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Næstum því þriðjungur Bandaríkjamanna verður fyrir svefntruflunum einu sinni eða oftar í viku vegna ótta um eigin fjárhag og stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum. Þetta er niðurstaða bandarísku svefnrannsóknamiðstöðvarinnar sem kannaði svefnvenjur hjá 1.000 manns. Í ofanálag trufla áhyggjur af því að missa vinnuna svefninn hjá 10 prósentum. Eins greina læknar frá því að þeir sem eigi við svefntruflanir að stríða leiti sér nú síður aðstoðar vegna þess að sérfræðiaðstoð kostar peninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×