Lífið

Semur fyrir Bjarnfreðarson

MIkill heiður Pétur semur tónlistina fyrir lokakaflann um Georg, Ólaf Ragnar og Daníel.
MIkill heiður Pétur semur tónlistina fyrir lokakaflann um Georg, Ólaf Ragnar og Daníel.

„Þetta er mikið tækifæri og það verður gaman að takast á við þetta aftur," segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben.

Pétur vinnur nú að því að semja tónlist fyrir kvikmyndina Bjarnfreðarson í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Myndin er lokakafli í sögu Georgs, Ólafs Ragnars og Daníels sem hafa slegið í gegn í Nætur- og Dagvaktinni. Pétur samdi einnig tónlistina í kvikmyndunum Börn og Foreldrar, sem Ragnar leikstýrði einnig.

Nætur- og Dagvaktin voru ekki síður dramatískar en fyndnar. Spurður hvort hann sé að semja dramatíska skoptónlist segir Pétur að sitt hlutverk sé ekki að gera myndina fyndnari. „Hlutverk tónlistar í svona myndum er að undirstrika mannlega þáttinn," segir hann og bætir við að það sé mikill heiður að fá að vinna tónlistina í þessa mynd og kvikmyndir almennt.

Þar sem hann er einn af örfáum sem hafa séð myndina er ekki hægt að sleppa honum án þess að spyrja hvernig hún sé. „Þetta er frábær mynd," segir Pétur.

„En ég segi ekki meira!" - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.