Yfirlýsing frá stjórn VR 4. janúar 2009 17:48 Stefanía Magnúsdóttir varaformaður stjórnar VR. Stjórn VR sendir frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Lúðvík Lúðvíksson félagsmaður hefur látið falla að undanförnu. Þar segir meðal annars að sá sem býður sig til formennsku og vill stýra 28 þúsund manna félagi verði að vera ljóst hann verður að treysta á eigin burði til þess að kynna sér lög og reglur. Lúðvík hefur farið fyrir hópi sem boðað hefur mótframboð til formanns stjórnar VR. „Kjörstjórn hefur nú komið til móts við þennan óánægjuhóp Lúðvíks með því að framlengja framboðs- frestinn til 12. janúar n.k. Samt hamast hann enn í fjölmiðlum og sýnir enn og aftur vankunnáttu í málefnum félagsins, sem hann vill stjórna," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: „Nokkrir félagsmenn í VR hafa boðað mótframboð til stjórnar VR. Fjölmiðlar hafa birt viðtöl við talsmann hópsins, Lúðvík Lúðvíksson, og þar hefur hann farið mikinn um hversu flókið sé að bjóða fram og kennt starfsmönnum VR um vankunnáttu sína í þeim efnum. Hverjum þeim sem stýra vill 28 þúsund manna félagi verður að vera ljóst að hann verður að treysta á eigin burði til að kynna sér lög og reglur. Öllum félagsmönnum er að sjálfsögðu frjálst að leggja fram nýjan framboðslista en hann verður að vera í samræmi við lög VR. Enginn starfsmaður VR getur breytt nokkru þar um - það er aðeins hægt að breyta lögum félagsins á aðalfundi. Kosningar voru löglega auglýstar með framboðsfresti til 22. desember kl 12. Auglýst var eftir framboðum til stjórnarsetu og formanns. Við lok umsóknarfrests höfðu borist framboð 15 einstaklinga til stjórnarsetu og 1 framboð til formanns. 20. grein laga VR, sem fjallar um kosningu formanns, stjórnar og trúnaðarráðs, hefst á þessa leið: Árlega skulu 4 stjórnarmenn og trúnaðarráð kosið í listakosningu en 3 stjórnarmenn og 3 varamenn í einstaklingsbundinni kosningu. Formaður skal kosinn í einstaklingskosningu annað hvert ár. Það er því augljóst að það er aðeins kosið um helming stjórnar til tveggja ára hverju sinni. Í 20. gr. er síðan útskýrt hvernig uppstillingarnefnd stillir upp 4 stjórnarmönnum og 82 trúnaðar- ráðsmönnum á lista og einnig hvernig hægt er að koma með framboðslista gegn þeim lista og fara fram á allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu um listana. Formaður, 3 stjórnarmenn og 3 varamenn eru kosnir einstaklingskosningu en þeir sem ná ekki kjöri - en hafa boðið sig fram innan framboðsfrestsins - eiga þess kost að safna sér 40 meðmælendum til viðbótar og fara fram á allsherjaratkvæðagreiðslu um einstaklingssætin. Við í stjórn VR erum orðin langþreytt á rangfærslum og ómálefnalegum málflutningi þeirra sem segjast vilja breytingar í stjórn félagsins. Á fjölmennum félagsfundi þann 13. nóvember s.l. sögðust þessir sömu menn vera með tillögu til fundarins en þessi tillaga kom aldrei fram. Formaður VR lagði formannssæti sitt að veði á þessum sama fundi þar sem hann bauð upp á að flýta kosningu um formannssætið um rúmt ár. Kjörstjórn hefur nú komið til móts við þennan óánægjuhóp Lúðvíks með því að framlengja framboðs- frestinn til 12. janúar n.k. Samt hamast hann enn í fjölmiðlum og sýnir enn og aftur vankunnáttu í málefnum félagsins, sem hann vill stjórna. Það er alls ekki erfitt að komast til áhrifa hjá VR og undanfarin ár hafa flestir, sem óskað hafa eftir, náð því markmiði sínu. Það getum við undirrituð staðfest og einnig það, að við höfum lært heilmikið þann tíma sem við höfum verið í trúnaðarráði og stjórn VR. Þar fer fram heilmikil málefnaleg vinna og staðreyndin er sú, að VR hefur verið í fararbroddi stéttarfélaga undanfarin ár í könnunum, sem Capacent hefur framkvæmt, um afstöðu félagsmanna til síns stéttarfélags." Stefanía Magnúsdóttir, varaformaður VR (sign) Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, ritari (sign) Benedikt Vilhjálmsson (sign) Rannveig Sigurðardóttir (sign) Sigurður Sigfússon (sign) Gunnar Böðvarsson (sign) Valur M. Valtýsson (sign) Lykke Bjerre Larsen (sign) Jóhanna S. Rúnarsdóttir (sign) Tengdar fréttir Undirbúningur mótframboðs gegn Gunnari gengur vel Vel gengur að undirbúa mótframboð gegn Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, og stjórn félagsins, að sögn Lúðvíks Lúðvíkssonar félagsmanns í VR sem var meðal þeirra sem fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust. Lúðvík íhugar að gefa kost á sér sem formaður. 28. desember 2008 17:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Stjórn VR sendir frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Lúðvík Lúðvíksson félagsmaður hefur látið falla að undanförnu. Þar segir meðal annars að sá sem býður sig til formennsku og vill stýra 28 þúsund manna félagi verði að vera ljóst hann verður að treysta á eigin burði til þess að kynna sér lög og reglur. Lúðvík hefur farið fyrir hópi sem boðað hefur mótframboð til formanns stjórnar VR. „Kjörstjórn hefur nú komið til móts við þennan óánægjuhóp Lúðvíks með því að framlengja framboðs- frestinn til 12. janúar n.k. Samt hamast hann enn í fjölmiðlum og sýnir enn og aftur vankunnáttu í málefnum félagsins, sem hann vill stjórna," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: „Nokkrir félagsmenn í VR hafa boðað mótframboð til stjórnar VR. Fjölmiðlar hafa birt viðtöl við talsmann hópsins, Lúðvík Lúðvíksson, og þar hefur hann farið mikinn um hversu flókið sé að bjóða fram og kennt starfsmönnum VR um vankunnáttu sína í þeim efnum. Hverjum þeim sem stýra vill 28 þúsund manna félagi verður að vera ljóst að hann verður að treysta á eigin burði til að kynna sér lög og reglur. Öllum félagsmönnum er að sjálfsögðu frjálst að leggja fram nýjan framboðslista en hann verður að vera í samræmi við lög VR. Enginn starfsmaður VR getur breytt nokkru þar um - það er aðeins hægt að breyta lögum félagsins á aðalfundi. Kosningar voru löglega auglýstar með framboðsfresti til 22. desember kl 12. Auglýst var eftir framboðum til stjórnarsetu og formanns. Við lok umsóknarfrests höfðu borist framboð 15 einstaklinga til stjórnarsetu og 1 framboð til formanns. 20. grein laga VR, sem fjallar um kosningu formanns, stjórnar og trúnaðarráðs, hefst á þessa leið: Árlega skulu 4 stjórnarmenn og trúnaðarráð kosið í listakosningu en 3 stjórnarmenn og 3 varamenn í einstaklingsbundinni kosningu. Formaður skal kosinn í einstaklingskosningu annað hvert ár. Það er því augljóst að það er aðeins kosið um helming stjórnar til tveggja ára hverju sinni. Í 20. gr. er síðan útskýrt hvernig uppstillingarnefnd stillir upp 4 stjórnarmönnum og 82 trúnaðar- ráðsmönnum á lista og einnig hvernig hægt er að koma með framboðslista gegn þeim lista og fara fram á allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu um listana. Formaður, 3 stjórnarmenn og 3 varamenn eru kosnir einstaklingskosningu en þeir sem ná ekki kjöri - en hafa boðið sig fram innan framboðsfrestsins - eiga þess kost að safna sér 40 meðmælendum til viðbótar og fara fram á allsherjaratkvæðagreiðslu um einstaklingssætin. Við í stjórn VR erum orðin langþreytt á rangfærslum og ómálefnalegum málflutningi þeirra sem segjast vilja breytingar í stjórn félagsins. Á fjölmennum félagsfundi þann 13. nóvember s.l. sögðust þessir sömu menn vera með tillögu til fundarins en þessi tillaga kom aldrei fram. Formaður VR lagði formannssæti sitt að veði á þessum sama fundi þar sem hann bauð upp á að flýta kosningu um formannssætið um rúmt ár. Kjörstjórn hefur nú komið til móts við þennan óánægjuhóp Lúðvíks með því að framlengja framboðs- frestinn til 12. janúar n.k. Samt hamast hann enn í fjölmiðlum og sýnir enn og aftur vankunnáttu í málefnum félagsins, sem hann vill stjórna. Það er alls ekki erfitt að komast til áhrifa hjá VR og undanfarin ár hafa flestir, sem óskað hafa eftir, náð því markmiði sínu. Það getum við undirrituð staðfest og einnig það, að við höfum lært heilmikið þann tíma sem við höfum verið í trúnaðarráði og stjórn VR. Þar fer fram heilmikil málefnaleg vinna og staðreyndin er sú, að VR hefur verið í fararbroddi stéttarfélaga undanfarin ár í könnunum, sem Capacent hefur framkvæmt, um afstöðu félagsmanna til síns stéttarfélags." Stefanía Magnúsdóttir, varaformaður VR (sign) Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, ritari (sign) Benedikt Vilhjálmsson (sign) Rannveig Sigurðardóttir (sign) Sigurður Sigfússon (sign) Gunnar Böðvarsson (sign) Valur M. Valtýsson (sign) Lykke Bjerre Larsen (sign) Jóhanna S. Rúnarsdóttir (sign)
Tengdar fréttir Undirbúningur mótframboðs gegn Gunnari gengur vel Vel gengur að undirbúa mótframboð gegn Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, og stjórn félagsins, að sögn Lúðvíks Lúðvíkssonar félagsmanns í VR sem var meðal þeirra sem fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust. Lúðvík íhugar að gefa kost á sér sem formaður. 28. desember 2008 17:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Undirbúningur mótframboðs gegn Gunnari gengur vel Vel gengur að undirbúa mótframboð gegn Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, og stjórn félagsins, að sögn Lúðvíks Lúðvíkssonar félagsmanns í VR sem var meðal þeirra sem fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust. Lúðvík íhugar að gefa kost á sér sem formaður. 28. desember 2008 17:30