Innlent

Munaði millimetrum að hnífurinn færi í hjarta stúlkunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konan sem réðst á litlu stelpuna er í haldi lögreglu. Mynd/ Stefán.
Konan sem réðst á litlu stelpuna er í haldi lögreglu. Mynd/ Stefán.
Eggvopnið, sem 22 ára gömul stúlka beitti gegn 5 ára gamalli stelpu á Suðurgötu í Keflavík í dag, var aðeins millimetrum frá því að fara í hjarta stúlkunnar.

Hnífurinn hafnaði í brjósti stúlkunnar og Víkurfréttir hafa það eftir heimildarmönnum sínum að bein í bringu barnsins hafi varnað því að eggvopnið færi í hjartað.

Ástand litlu stúlkunnar er stöðugt eftir því sem læknir á gjörgæsludeild Landspítalans sagði við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag.


Tengdar fréttir

Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerða sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar.

Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni

Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni.

Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum

Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×