Lífið

Víkingavesen í Borgarnesi

menning Vopnafræði víkinga í Borgarnesi á laugardag. Short með hjálm.
menning Vopnafræði víkinga í Borgarnesi á laugardag. Short með hjálm.

Á laugardag er mikið um að vera í Borgarnesi. Í tengslum við Landnámssetrið sýnir Víkingafélagið Rimmugýgur bardagalist, dr. William Short og Einar Kárason tala um vopnaburð fornmanna og fyrsta sýning haustsins á Stormum og styrjöldum verður um kvöldið. Vopnaskakið verður á flötinni við Landnámssetrið kl. 15 og 19.

Rimmugýgur er íslenskt víkingafélag sem leggur stund á bardagalist með eftirlíkingum víkingavopna. Rimmugýgur dregur nafn sitt af exi Skarphéðins Njálssonar.

Á sögulofti setursins hefst svo kl. 16 fyrirlestur dr. Williams R. Short um vopn og bardagatækni á víkingaöld. Fyrir tíu árum hóf hann rannsóknir á vopnum og bardagalist víkingaaldar og nýverið birti hann niðurstöður sínar í bókinni Wiking Weapons and Combat Techniques.

Að loknum fyrirlestri dr. Shorts flytur Einar Kárason, rithöfundur, „óábyrga hugleiðingu" um vopn og vopnaburð. Um kvöldið kl. 20 hefst leikhúsárið í Landnámssetrinu með sýningunni Stormar & styrjaldir í flutningi Einars Kárasonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.