Kling og Bang í New York Táknmynd sýningar sjálfstæðra myndlistarsamtaka í New York þar sem Kling og Bang-liðar eru í góðum hópi.Mynd/X initiative. skrifar 26. júní 2009 06:00 Táknmynd sýningar sjálfstæðra myndlistarsamtaka í New York þar sem Kling og Bang-liðar eru í góðum hópi. Mynd/X initiative. Á þriðjudagskvöld hófst sýningarhald í New York á vegum samtaka sjálfstæðra gallería og samtaka sem starfa að list án hagnaðarávinnings. Sýningin nefnist No Soul for Sale. Meðal nær þrjátíu aðila á sýningunni eru fulltrúar Kling og Bang. Sýningin er til húsa á 548 Vestur og 22. stræti, í Chelsea gallerí-hverfinu, á stað er kallast X Initiative, sem er stórt húsnæði er hýsti áður DIA Center. X Initative er einmitt rekið í dag af þekktum sýningarstjórum, galleríistum og listamönnum sem hafa valið á sýninguna staði sem þykja hafa skarað fram úr í hinum alþjóðlega listheimi. Húsið var tekið yfir en það er í niðurníðslu og er ætlunin að X-frumkvæði verði þar í ár. Kling & Bang gallerí í Reykjavík var valið til að taka þátt og kynnir þarna um fjörutíu íslenska listamenn en aðrir þátttakendurnir á þessari sýningu koma hvaðanæva að úr heiminum. Reykjavík og íslenskir listamenn lenda þarna á korti með helstu listastöðum, svo sem Hong Kong, Shanghai, París, Berlín, Mílanó, New York og fleirum. Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarmaður var á opnuninni og var ánægð með áhuga og aðsókn; sýningin væri mikil kynning á þeim hópi myndlistarmanna sem á sínum tíma kom saman í kringum lítið gallerí á Laugaveginum og nú sýnir á Hverfisgötu. Fram undan er sýningahald í nafni Kling og Bang í Hannover í Þýskalandi, auk smærri sýninga einstakra listamanna. Hefur sýningarinnar verið að góðu getið í fjölmiðlum í New York og er hlutur Klingara talinn með því betra sem þar er í boði. Sýningin stendur til 28. júní og er opið frá klukkan 13-21 alla daga og frítt inn. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Á þriðjudagskvöld hófst sýningarhald í New York á vegum samtaka sjálfstæðra gallería og samtaka sem starfa að list án hagnaðarávinnings. Sýningin nefnist No Soul for Sale. Meðal nær þrjátíu aðila á sýningunni eru fulltrúar Kling og Bang. Sýningin er til húsa á 548 Vestur og 22. stræti, í Chelsea gallerí-hverfinu, á stað er kallast X Initiative, sem er stórt húsnæði er hýsti áður DIA Center. X Initative er einmitt rekið í dag af þekktum sýningarstjórum, galleríistum og listamönnum sem hafa valið á sýninguna staði sem þykja hafa skarað fram úr í hinum alþjóðlega listheimi. Húsið var tekið yfir en það er í niðurníðslu og er ætlunin að X-frumkvæði verði þar í ár. Kling & Bang gallerí í Reykjavík var valið til að taka þátt og kynnir þarna um fjörutíu íslenska listamenn en aðrir þátttakendurnir á þessari sýningu koma hvaðanæva að úr heiminum. Reykjavík og íslenskir listamenn lenda þarna á korti með helstu listastöðum, svo sem Hong Kong, Shanghai, París, Berlín, Mílanó, New York og fleirum. Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarmaður var á opnuninni og var ánægð með áhuga og aðsókn; sýningin væri mikil kynning á þeim hópi myndlistarmanna sem á sínum tíma kom saman í kringum lítið gallerí á Laugaveginum og nú sýnir á Hverfisgötu. Fram undan er sýningahald í nafni Kling og Bang í Hannover í Þýskalandi, auk smærri sýninga einstakra listamanna. Hefur sýningarinnar verið að góðu getið í fjölmiðlum í New York og er hlutur Klingara talinn með því betra sem þar er í boði. Sýningin stendur til 28. júní og er opið frá klukkan 13-21 alla daga og frítt inn.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira