Innlent

Ráðið niðurlögum elds í nágrenni Hafnarfjarðar

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi fyrr í dag,
Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi fyrr í dag,
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barðist við töluverða gróðurelda í mosa og lággróðri, í hrauni í nágrenni Hafnarfjarðar seinni part dags og fram á kvöld. Rétt fyrir ellefu tókst endanlega að slökkva eldana en þyrla Landhelgisgæslunnar tók virkan þátt í slökkvistarfinu.

Slökkviliðsmaður, sem fréttastofa náði tali af, telur að þyrlan hafi í heildina farið um 50-60 ferðir á svæðið. Þyrlan fór með um tvö tonn af vatni í hverri ferð og jós hún því líklega á bilinu 100-120 tonnum af vatni yfir svæðið.

Í augnablikinu eru tveir slökkviliðsmenn sem vakta svæðið en ljóst þykir að töluverðar gróðurskemmdir hafi hlotist af eldinum, hve miklar er ekki ljóst á þessari stundu.

Ekki er vitað um ástæður eldsupptaka.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×