Innlent

Enn deilt um ESB-frumvarp - fimmtán þingmenn á mælendaskrá

Umræður standa enn yfir á þingi um frumvarp til aðildarumsóknar í ESB. Alls eru fimmtán þingmenn á mælendaskrá en Þuríður Bachman, þingkona Vinstri grænna, er nú í púlti.

Rólegt hefur verið yfir umræðunum sem hafa verið í gangi sleitulaust síðan klukkan átta í kvöld.

Ekki er ljóst hvenær gengið verður til atkvæða vegna frumvarpsins en vonir stóðu til að það gæti gerst á morgun. Aðrir segja að það muni ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudaginn.

Það var Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra sem lagði fram frumvarpið. Það hefur verið gefið út að reynt verði að senda umsóknina út fyrir 27. júlí. Það er hinsvegar óljóst hvort svo geti orðið enda meirihluti fyrir frumvarpinu afar tæpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×