Kann vel við sig í New York 31. október 2009 04:00 Skemmtilegt og fjölbreytt starf Andrea Helgadóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur fyrir nokkra helstu hönnuði og listamenn heims. Hún segir starfið skemmtilegt og fjölbreytt.Fréttablaðið/vilhelm Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur hefur verið búsett í New York síðastliðin tíu ár og starfað með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, hönnuðum og listamönnum. Andrea nam förðun í París og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001. Hún er persónulegur förðunarfræðingur Bjarkar á tónleikaferðalögum og hefur einnig starfað með hönnuðum á borð við Threeasfour og Jeremy Scott. „Ég byrjaði í raun ferilinn sem aðstoðarmaður Bjarkar og sá meðal annars um að farða hana fyrir heimstúrinn árið 1998 og fyrir Voltatúrinn í fyrra. Það skemmtilega við að vinna með Björk er að hún gefur manni frelsi til að vera skapandi,“ segir Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur. Að sögn Andreu er starfið skemmtilegt og fjölbreytt og nýlega tók hún að sér starf yfirförðunarfræðings fyrir tískusýningu hönnunarþríeykisins Threeasfour, en þar var verið að frumsýna vorlínu næsta árs. Hönnuðirnir sóttu innblástur sinn til listakonunnar Yoko Ono og var tískusýningin sjálf innblásin af Cut of Piece-gjörningi Ono. „Þeir í Threeasfour hafa mjög sérstakan og framsækinn stíl og það er mjög gaman að vinna með þeim. Línan var innblásin af nokkrum teikningum eftir Yoko Ono og ég ákvað að vinna með sama munstur í förðuninni. Ég endaði á því að gera þrjú mismunandi form sem voru teiknuð á fyrirsæturnar með punktaaðferð og það kom mjög vel út,“ útskýrir Andrea. Innt eftir því hvernig persóna Yoko Ono sé segir Andrea hana vera ljúfa konu. „Ég hef aðeins hitt hana nokkrum sinnum og þekki hana því ekki mjög vel, en hún virkar yndisleg. Hún er mjög prívat persóna og ég held að það sé vegna þess hve hún hefur verið mikið gagnrýnd um árin.“ Andrea hefur meðal annars séð um förðun fyrir tímarit á borð við Dazed og Vogue og farðaði til dæmis Peaches Geldolf fyrir tímaritið NO. Andrea segir það skipta miklu máli að hafa gott fólk til að vinna með í þessum bransa svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa gott lið með sér þegar maður er til dæmis að farða fyrir tískusýningar þannig að allt gangi eins og smurt.“ Kærasti Andreu er tónlistarmaðurinn Mike Stroud úr bandarísku hljómsveitinni Ratatat og hafa þau verið saman í rúm fimm ár. „Við ferðumst bæði mjög mikið vegna vinnu okkar þannig að það kemur fyrir að við hittumst lítið sem ekki neitt í einhvern tíma. En við erum orðin vön þessu, þetta hefur verið svona frá því við byrjuðum saman og maður lagar sig bara að þessum aðstæðum eins og öllu öðru.“ Andrea segist kunna vel við sig í New York og þar á hún stóran hóp af vinkonum sem margar eru íslenskar. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur og ein elsta vinkona mín, Jóhanna Methúsalemsdóttir, býr í sama hverfi og ég í New York. Við erum mjög samheldinn hópur og reynum að hittast sem oftast og vinnum líka mikið saman,“ segir Andrea. „Ég reyni að koma reglulega í heimsókn til Íslands, ræturnar toga alltaf í mann og þá reynir maður að koma í stutta heimsókn. Mér finnst ágætt að geta dvalið til skiptis í New York og á Íslandi. Kosturinn við New York er að þar getur maður týnst í fjöldanum, en á sama tíma er alltaf jafn notalegt að koma heim þar sem maður þekkir alla,“ segir Andrea. sara@frettabladid.is Förðun fyrir Threeasfour Hér sést ein fyrirsætan með punktaförðun eftir Andreu. Munstrinu svipar til þess sem notað var á flíkurnar sjálfar. Mynd/Elísabet Davíðsdóttir Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur hefur verið búsett í New York síðastliðin tíu ár og starfað með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, hönnuðum og listamönnum. Andrea nam förðun í París og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001. Hún er persónulegur förðunarfræðingur Bjarkar á tónleikaferðalögum og hefur einnig starfað með hönnuðum á borð við Threeasfour og Jeremy Scott. „Ég byrjaði í raun ferilinn sem aðstoðarmaður Bjarkar og sá meðal annars um að farða hana fyrir heimstúrinn árið 1998 og fyrir Voltatúrinn í fyrra. Það skemmtilega við að vinna með Björk er að hún gefur manni frelsi til að vera skapandi,“ segir Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur. Að sögn Andreu er starfið skemmtilegt og fjölbreytt og nýlega tók hún að sér starf yfirförðunarfræðings fyrir tískusýningu hönnunarþríeykisins Threeasfour, en þar var verið að frumsýna vorlínu næsta árs. Hönnuðirnir sóttu innblástur sinn til listakonunnar Yoko Ono og var tískusýningin sjálf innblásin af Cut of Piece-gjörningi Ono. „Þeir í Threeasfour hafa mjög sérstakan og framsækinn stíl og það er mjög gaman að vinna með þeim. Línan var innblásin af nokkrum teikningum eftir Yoko Ono og ég ákvað að vinna með sama munstur í förðuninni. Ég endaði á því að gera þrjú mismunandi form sem voru teiknuð á fyrirsæturnar með punktaaðferð og það kom mjög vel út,“ útskýrir Andrea. Innt eftir því hvernig persóna Yoko Ono sé segir Andrea hana vera ljúfa konu. „Ég hef aðeins hitt hana nokkrum sinnum og þekki hana því ekki mjög vel, en hún virkar yndisleg. Hún er mjög prívat persóna og ég held að það sé vegna þess hve hún hefur verið mikið gagnrýnd um árin.“ Andrea hefur meðal annars séð um förðun fyrir tímarit á borð við Dazed og Vogue og farðaði til dæmis Peaches Geldolf fyrir tímaritið NO. Andrea segir það skipta miklu máli að hafa gott fólk til að vinna með í þessum bransa svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa gott lið með sér þegar maður er til dæmis að farða fyrir tískusýningar þannig að allt gangi eins og smurt.“ Kærasti Andreu er tónlistarmaðurinn Mike Stroud úr bandarísku hljómsveitinni Ratatat og hafa þau verið saman í rúm fimm ár. „Við ferðumst bæði mjög mikið vegna vinnu okkar þannig að það kemur fyrir að við hittumst lítið sem ekki neitt í einhvern tíma. En við erum orðin vön þessu, þetta hefur verið svona frá því við byrjuðum saman og maður lagar sig bara að þessum aðstæðum eins og öllu öðru.“ Andrea segist kunna vel við sig í New York og þar á hún stóran hóp af vinkonum sem margar eru íslenskar. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur og ein elsta vinkona mín, Jóhanna Methúsalemsdóttir, býr í sama hverfi og ég í New York. Við erum mjög samheldinn hópur og reynum að hittast sem oftast og vinnum líka mikið saman,“ segir Andrea. „Ég reyni að koma reglulega í heimsókn til Íslands, ræturnar toga alltaf í mann og þá reynir maður að koma í stutta heimsókn. Mér finnst ágætt að geta dvalið til skiptis í New York og á Íslandi. Kosturinn við New York er að þar getur maður týnst í fjöldanum, en á sama tíma er alltaf jafn notalegt að koma heim þar sem maður þekkir alla,“ segir Andrea. sara@frettabladid.is Förðun fyrir Threeasfour Hér sést ein fyrirsætan með punktaförðun eftir Andreu. Munstrinu svipar til þess sem notað var á flíkurnar sjálfar. Mynd/Elísabet Davíðsdóttir
Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira