Kann vel við sig í New York 31. október 2009 04:00 Skemmtilegt og fjölbreytt starf Andrea Helgadóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur fyrir nokkra helstu hönnuði og listamenn heims. Hún segir starfið skemmtilegt og fjölbreytt.Fréttablaðið/vilhelm Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur hefur verið búsett í New York síðastliðin tíu ár og starfað með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, hönnuðum og listamönnum. Andrea nam förðun í París og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001. Hún er persónulegur förðunarfræðingur Bjarkar á tónleikaferðalögum og hefur einnig starfað með hönnuðum á borð við Threeasfour og Jeremy Scott. „Ég byrjaði í raun ferilinn sem aðstoðarmaður Bjarkar og sá meðal annars um að farða hana fyrir heimstúrinn árið 1998 og fyrir Voltatúrinn í fyrra. Það skemmtilega við að vinna með Björk er að hún gefur manni frelsi til að vera skapandi,“ segir Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur. Að sögn Andreu er starfið skemmtilegt og fjölbreytt og nýlega tók hún að sér starf yfirförðunarfræðings fyrir tískusýningu hönnunarþríeykisins Threeasfour, en þar var verið að frumsýna vorlínu næsta árs. Hönnuðirnir sóttu innblástur sinn til listakonunnar Yoko Ono og var tískusýningin sjálf innblásin af Cut of Piece-gjörningi Ono. „Þeir í Threeasfour hafa mjög sérstakan og framsækinn stíl og það er mjög gaman að vinna með þeim. Línan var innblásin af nokkrum teikningum eftir Yoko Ono og ég ákvað að vinna með sama munstur í förðuninni. Ég endaði á því að gera þrjú mismunandi form sem voru teiknuð á fyrirsæturnar með punktaaðferð og það kom mjög vel út,“ útskýrir Andrea. Innt eftir því hvernig persóna Yoko Ono sé segir Andrea hana vera ljúfa konu. „Ég hef aðeins hitt hana nokkrum sinnum og þekki hana því ekki mjög vel, en hún virkar yndisleg. Hún er mjög prívat persóna og ég held að það sé vegna þess hve hún hefur verið mikið gagnrýnd um árin.“ Andrea hefur meðal annars séð um förðun fyrir tímarit á borð við Dazed og Vogue og farðaði til dæmis Peaches Geldolf fyrir tímaritið NO. Andrea segir það skipta miklu máli að hafa gott fólk til að vinna með í þessum bransa svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa gott lið með sér þegar maður er til dæmis að farða fyrir tískusýningar þannig að allt gangi eins og smurt.“ Kærasti Andreu er tónlistarmaðurinn Mike Stroud úr bandarísku hljómsveitinni Ratatat og hafa þau verið saman í rúm fimm ár. „Við ferðumst bæði mjög mikið vegna vinnu okkar þannig að það kemur fyrir að við hittumst lítið sem ekki neitt í einhvern tíma. En við erum orðin vön þessu, þetta hefur verið svona frá því við byrjuðum saman og maður lagar sig bara að þessum aðstæðum eins og öllu öðru.“ Andrea segist kunna vel við sig í New York og þar á hún stóran hóp af vinkonum sem margar eru íslenskar. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur og ein elsta vinkona mín, Jóhanna Methúsalemsdóttir, býr í sama hverfi og ég í New York. Við erum mjög samheldinn hópur og reynum að hittast sem oftast og vinnum líka mikið saman,“ segir Andrea. „Ég reyni að koma reglulega í heimsókn til Íslands, ræturnar toga alltaf í mann og þá reynir maður að koma í stutta heimsókn. Mér finnst ágætt að geta dvalið til skiptis í New York og á Íslandi. Kosturinn við New York er að þar getur maður týnst í fjöldanum, en á sama tíma er alltaf jafn notalegt að koma heim þar sem maður þekkir alla,“ segir Andrea. sara@frettabladid.is Förðun fyrir Threeasfour Hér sést ein fyrirsætan með punktaförðun eftir Andreu. Munstrinu svipar til þess sem notað var á flíkurnar sjálfar. Mynd/Elísabet Davíðsdóttir Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur hefur verið búsett í New York síðastliðin tíu ár og starfað með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, hönnuðum og listamönnum. Andrea nam förðun í París og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001. Hún er persónulegur förðunarfræðingur Bjarkar á tónleikaferðalögum og hefur einnig starfað með hönnuðum á borð við Threeasfour og Jeremy Scott. „Ég byrjaði í raun ferilinn sem aðstoðarmaður Bjarkar og sá meðal annars um að farða hana fyrir heimstúrinn árið 1998 og fyrir Voltatúrinn í fyrra. Það skemmtilega við að vinna með Björk er að hún gefur manni frelsi til að vera skapandi,“ segir Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur. Að sögn Andreu er starfið skemmtilegt og fjölbreytt og nýlega tók hún að sér starf yfirförðunarfræðings fyrir tískusýningu hönnunarþríeykisins Threeasfour, en þar var verið að frumsýna vorlínu næsta árs. Hönnuðirnir sóttu innblástur sinn til listakonunnar Yoko Ono og var tískusýningin sjálf innblásin af Cut of Piece-gjörningi Ono. „Þeir í Threeasfour hafa mjög sérstakan og framsækinn stíl og það er mjög gaman að vinna með þeim. Línan var innblásin af nokkrum teikningum eftir Yoko Ono og ég ákvað að vinna með sama munstur í förðuninni. Ég endaði á því að gera þrjú mismunandi form sem voru teiknuð á fyrirsæturnar með punktaaðferð og það kom mjög vel út,“ útskýrir Andrea. Innt eftir því hvernig persóna Yoko Ono sé segir Andrea hana vera ljúfa konu. „Ég hef aðeins hitt hana nokkrum sinnum og þekki hana því ekki mjög vel, en hún virkar yndisleg. Hún er mjög prívat persóna og ég held að það sé vegna þess hve hún hefur verið mikið gagnrýnd um árin.“ Andrea hefur meðal annars séð um förðun fyrir tímarit á borð við Dazed og Vogue og farðaði til dæmis Peaches Geldolf fyrir tímaritið NO. Andrea segir það skipta miklu máli að hafa gott fólk til að vinna með í þessum bransa svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa gott lið með sér þegar maður er til dæmis að farða fyrir tískusýningar þannig að allt gangi eins og smurt.“ Kærasti Andreu er tónlistarmaðurinn Mike Stroud úr bandarísku hljómsveitinni Ratatat og hafa þau verið saman í rúm fimm ár. „Við ferðumst bæði mjög mikið vegna vinnu okkar þannig að það kemur fyrir að við hittumst lítið sem ekki neitt í einhvern tíma. En við erum orðin vön þessu, þetta hefur verið svona frá því við byrjuðum saman og maður lagar sig bara að þessum aðstæðum eins og öllu öðru.“ Andrea segist kunna vel við sig í New York og þar á hún stóran hóp af vinkonum sem margar eru íslenskar. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur og ein elsta vinkona mín, Jóhanna Methúsalemsdóttir, býr í sama hverfi og ég í New York. Við erum mjög samheldinn hópur og reynum að hittast sem oftast og vinnum líka mikið saman,“ segir Andrea. „Ég reyni að koma reglulega í heimsókn til Íslands, ræturnar toga alltaf í mann og þá reynir maður að koma í stutta heimsókn. Mér finnst ágætt að geta dvalið til skiptis í New York og á Íslandi. Kosturinn við New York er að þar getur maður týnst í fjöldanum, en á sama tíma er alltaf jafn notalegt að koma heim þar sem maður þekkir alla,“ segir Andrea. sara@frettabladid.is Förðun fyrir Threeasfour Hér sést ein fyrirsætan með punktaförðun eftir Andreu. Munstrinu svipar til þess sem notað var á flíkurnar sjálfar. Mynd/Elísabet Davíðsdóttir
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira