Sleppa við að taka samræmdu prófin 4. apríl 2009 06:30 Framhaldsskólarnir geta ekki lengur farið eftir samræmdum einkunnum þegar þeir velja inn í skólana fyrir næsta vetur. Verzlunarskólinn ætlar að velja meginþorra nemenda eftir skólaeinkunn. Samræmdu prófin falla niður í tíunda bekk í vor, sem þýðir að nemendur sem eru að ljúka tíunda bekk taka engin samræmd próf. Fyrstu samræmdu prófin í tíunda bekk verða lögð fyrir í haust. Þetta liggur fyrir eftir að Alþingi samþykkti nýlega að fella brott bráðabirgðaákvæði í lögum sem heimilaði fyrstu samræmdu prófin samkvæmt nýja kerfinu í tíunda bekk í vor. Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar, segir að í fyrra hafi fyrirkomulagi samræmdra prófa verið breytt þannig að þau séu ekki lengur lokapróf heldur svokölluð könnunarpróf. Samkvæmt því eigi ekki lengur að halda prófin í lok tíunda bekkjar að vori heldur strax að hausti þannig að nemendur fái stöðumat á því sem þeir eigi að hafa lært fyrstu níu árin og þeim gefist ráðrúm til að bæta sig með aðstoð kennara. Í lögunum, sem voru samþykkt í fyrra, var bráðabirgðaákvæði um það að könnunarprófin yrðu í fyrsta skipti haldin vorið 2009. „Það voru heilmiklar efasemdir um hvort það væri skynsamlegt því þá væri ekki ráðrúm til að laga neitt og engin efni til að nota þessi próf eins og gömlu prófin. Þess vegna var ákveðið á þingi í síðustu viku að fella brott þetta bráðabirgðaákvæði sem þýðir að það verða engin samræmd próf í vor," segir Júlíus. Krakkarnir sem ljúka tíunda bekk í vor sleppa við samræmd próf en krakkarnir sem byrja í tíunda bekk í haust taka samræmd próf um miðjan september. Búið er að fækka samræmdu prófunum úr sex í þrjú þannig að þau taka aðeins samræmt próf í íslensku, ensku og stærðfræði. Framhaldsskólarnir geta ekki lengur farið eftir einkunnum úr samræmdum prófum við val inn í skólana. Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir að nemendur verði teknir inn eftir skólaeinkunnum í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Meðaltal verði reiknað en íslenska og stærðfræði fái tvöfalt vægi. Meginþorri nemenda verði tekinn inn á þessum forsendum. Nefnd fari síðan yfir hinar umsóknirnar og skoði aðra þætti, til dæmis mætingu. Námsmatsstofnun er tilbúin með samræmd könnunarpróf fyrir tíunda bekk og ætlaði að prufukeyra þau á rafrænu formi í vor. Aðstæður hafa hins vegar gjörbreyst þannig að samræmd könnunarpróf verða ekki prufukeyrð og nýtt fyrr en í haust.ghs@frettabladid.is Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Samræmdu prófin falla niður í tíunda bekk í vor, sem þýðir að nemendur sem eru að ljúka tíunda bekk taka engin samræmd próf. Fyrstu samræmdu prófin í tíunda bekk verða lögð fyrir í haust. Þetta liggur fyrir eftir að Alþingi samþykkti nýlega að fella brott bráðabirgðaákvæði í lögum sem heimilaði fyrstu samræmdu prófin samkvæmt nýja kerfinu í tíunda bekk í vor. Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar, segir að í fyrra hafi fyrirkomulagi samræmdra prófa verið breytt þannig að þau séu ekki lengur lokapróf heldur svokölluð könnunarpróf. Samkvæmt því eigi ekki lengur að halda prófin í lok tíunda bekkjar að vori heldur strax að hausti þannig að nemendur fái stöðumat á því sem þeir eigi að hafa lært fyrstu níu árin og þeim gefist ráðrúm til að bæta sig með aðstoð kennara. Í lögunum, sem voru samþykkt í fyrra, var bráðabirgðaákvæði um það að könnunarprófin yrðu í fyrsta skipti haldin vorið 2009. „Það voru heilmiklar efasemdir um hvort það væri skynsamlegt því þá væri ekki ráðrúm til að laga neitt og engin efni til að nota þessi próf eins og gömlu prófin. Þess vegna var ákveðið á þingi í síðustu viku að fella brott þetta bráðabirgðaákvæði sem þýðir að það verða engin samræmd próf í vor," segir Júlíus. Krakkarnir sem ljúka tíunda bekk í vor sleppa við samræmd próf en krakkarnir sem byrja í tíunda bekk í haust taka samræmd próf um miðjan september. Búið er að fækka samræmdu prófunum úr sex í þrjú þannig að þau taka aðeins samræmt próf í íslensku, ensku og stærðfræði. Framhaldsskólarnir geta ekki lengur farið eftir einkunnum úr samræmdum prófum við val inn í skólana. Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir að nemendur verði teknir inn eftir skólaeinkunnum í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Meðaltal verði reiknað en íslenska og stærðfræði fái tvöfalt vægi. Meginþorri nemenda verði tekinn inn á þessum forsendum. Nefnd fari síðan yfir hinar umsóknirnar og skoði aðra þætti, til dæmis mætingu. Námsmatsstofnun er tilbúin með samræmd könnunarpróf fyrir tíunda bekk og ætlaði að prufukeyra þau á rafrænu formi í vor. Aðstæður hafa hins vegar gjörbreyst þannig að samræmd könnunarpróf verða ekki prufukeyrð og nýtt fyrr en í haust.ghs@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira